Íþrótta- og tómstundanefnd

18. september 2015 kl. 15:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 215

Mætt til fundar

  • Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Veiga Dís Hansdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

Ritari

  • Geir Bjarnason Íþrótta- og tómstundafulltrúi Hafnarfjarðar

Veiga Dís Hansdóttir sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

  1. Almenn erindi

    • 1509276 – Hjólabrettaaðstaða á Völlunum

      Lagt fram erindi varðandi hjólabrettaaðstöðu á Völlunum en þar eru ekki hjólabrettarampar.

      Nefndin tekur jákvætt í erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að skoða málið og finna lausnir ef hægt er.

    Umsóknir

    Kynningar

    • 1509275 – Skipulagsbreytingar

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir helstu breytingar sem hafa orðið í íþrótta- og tómstundamálum vegna skipulagsbreytinga Hafnarfjarðarbæjar.

    • 1407182 – Haukar, frístundaheimili, rekstur

      Samningur Hafnarfjarðarbæjar og Knattspyrnufélagsins Hauka um rekstur frístundaheimilis lagður fram til kynningar.

    • 1508479 – Tómstundastarf barna í öðrum sveitarfélögum

      Kynntar breytingar sem Fræðsluráð vinnur að á niðurgreiðslusamkomulagi vegna þátttökugjalda. Tillögunni er ætlað að gefa börnum tækifæri til að fá niðurgreiðslu frá Hafnarfjarðarbæ óháð því hvort viðkomandi íþrótt eða áhugamál sé stunduð í Hafnarfirði.

    • 1405011 – Frístundaheimili, starfsemi og rekstur

      Kynnt ný samþykkt Fræðsluráðs um rekstur frístundaheimila en í henni er meðal annars heimild til að semja við íþróttafélög um rekstur frístundaheimila auk þess sem sett eru viðmið varðandi starfsemi frístundaheimila.

    • 1509274 – Vinnuskóli Hafnarfjarðar 2015

      Yfirlit yfir Vinnuskóla Hafnarfjarðar sumariði 2015 lagt fram til kynningar.

    • 1201584 – 17. júní, framkvæmdanefnd

      Farið var yfir mat þeirra aðila sem komu að 17. júní um hvernig til hefði tekist.

Ábendingagátt