Íþrótta- og tómstundanefnd

2. október 2015 kl. 15:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 216

Mætt til fundar

  • Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi

Eva Rut Reynisdóttir fulltrúini Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Eva Rut Reynisdóttir fulltrúini Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1509726 – Niðurgreiðsla þátttökugjalda

      Lögð fram erindi frá Móðurmál, Samtök um tvítyngi og frá Vinafélagi pólska skólans varðandi niðurgreiðslur þátttökugjalda vegna náms á vegum þeirra.

      Reglur um niðurgreiðslu þátttökugjalda í tómstundastarfi í Hafnarfirði heimila ekki að greiða niður hefðbundið nám og því er erindunum hafnað.

    Kynningar

    • 1509727 – Þjónustusamningar við íþróttafélög

      Andri Ómarsson af stjórnsýslusviði kynnti hugmyndir að nýjum þjónustusamningum við íþróttafélög í Hafnarfirði.

      Nefndin þakkar góða kynningu og tekur vel í hugmyndirnar þar sem samningar verða gegnsæir og fjöldi iðkenda ræður að mestu stuðningi bæjarins við íþróttafélög.

    Fundargerðir

Ábendingagátt