Íþrótta- og tómstundanefnd

16. október 2015 kl. 15:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 217

Mætt til fundar

  • Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri íBH sat fundinn.[line][line]Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar Veiga Dís Hansdóttir sat fundinn.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri íBH sat fundinn.[line][line]Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar Veiga Dís Hansdóttir sat fundinn.

  1. Fundargerðir

    • 1510105 – ÍBH, fundargerð

      Fulltrúi ÍBH lagði fram og kynnti tvær fundargerðir frá ÍBH.

    Kynningar

    • 1509278 – Járnmaðurinn 2016

      Jákvæð umsögn barst frá Umhverfis- og skipulagssviði vegna Járnmannsins.

      Formaður gerði grein fyrir stöðu málsins og verður unnið með málsaðilum að útfærslu á lokunum gatna.

    • 1509763 – Fimleikafélagið Björk, rekstrarsamningur

      Andri Ómarsson frá stjórnsýslusviði kynnti drög að samningi vegna rekstrar Bjarkarhússins milli Hafnarfjarðarbæjar og Fimleikafélagsins Bjarkar.

      Nefndin þakkar fyrir kynninguna.

    Umsóknir

    • 1510235 – Draugabærinn Hafnarfjörður

      Lagt fram erindi frá Menningar- og listafélagi Hafnarfjarðar um þátttöku í verkefni í miðbænum vegna Hrekkjavöku.

      Nefndin fagnar þessu frumkvæði og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna með umsækjanda að framvindu verkefnisins. Erindið kemur seint inn og gögn málsins ekki fullnægjandi og því telur nefndin erfitt að bregðast við á annan hátt.

Ábendingagátt