Íþrótta- og tómstundanefnd

8. janúar 2016 kl. 15:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 221

Mætt til fundar

  • Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi

Geir Bjarnason ritaði fundargerð[line]Kristinn Óli Haraldsson fulltrúi Ungmennaráðs sat fundinn.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Geir Bjarnason ritaði fundargerð[line]Kristinn Óli Haraldsson fulltrúi Ungmennaráðs sat fundinn.

  1. Fundargerðir

    Umsóknir

    • 1512270 – Handknattleiksmót

      Lagt fram erindi Handknattleikssambands Íslands um að halda undankeppni u-20 ára landsliða kvenna hér á landi helgina 17.-20. mars nk. í Íþróttahúsinu við Strandgötu.

      Um er að ræða riðil með Ungverjalandi, Austurríki og Hvíta Rússlandi og Ísland.

      Farið yfir málið og Flensborgarskóli og forstöðumaður íþróttamannvirkja eru jákvæðir gagnvart þessu.

      Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir erindið.

    Almenn erindi

    • 1512349 – Skotíþróttafélag Hafnarfjaðrar,ósk félagsins um þátttöku bæjarins í uppbyggingu á Iðavöllum

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að skoða málið betur fyrir næsta fund.

      Frestað til næsta fundar.

    • 1404353 – Börn innflytjenda, íþróttir og tómstundir

      Íþrótta- og forvarnafulltrúi lagði fram á síðasta fundi nefndarinnar minnisblað um tillögur varðandi aukna kynningu á íþrótta- og tómstundastarfi fyrir börn af erlendu bergi brotnu í Hafnarfirði.

      Frestað til næsta fundar

    • 1601218 – Opnunartími sundlauga

      Fulltrúar meirihlutans leggja fram tillögu um að það verði kostnaðarmetin lenging á opnunartímum sundlauganna sem og að það verði séð til þess að sundlaugarnar séu opnar á frí/helgidögum og að frítt verði í sund á starfsdögum/vetrarfríi skólanna.

      Til fundarins kom forstöðumaður íþróttamannvirkja bæjarins, Aðalsteinn Hrafnkellsson. Honum falið að skoða málið og koma með nokkrar tillögur að leiðum til að koma til móts við hugmyndir um breytingar á opnunartíma sundlauga í anda umræðna á fundinum.

    • 1601219 – Hreyfivika UMFÍ 2016

      Ungmennafélag Íslands stendur fyrir hreyfiviku í lok maí og leitar til sveitarfélaga og annarra aðila um að taka þátt.

      ÍTH hvetur Hafnarfjarðarbæ, stofnanir og aðra aðila í Hafnarfirði að taka þátt.

      Frestað til næsta fundar

    Kynningar

    • 1601320 – Niðurgreiðslur þátttökugjalda 2012-2015

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti samantekt um niðurgreiðslur Hafnarfjarðarbæjar vegna þátttökugjalda í íþrótta- og æskulýðsstarfi árana 2012 – 2015

      Frestað til næsta fundar

    • 1601327 – Bláfjöll, skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins

      Til fundarins mættu Pétur Óskarsson fulltrúi Hafnarfjarðarbæjar í Bláfjallanefnd og Magnúsar Árnasonar framkvæmdastjóri Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins. Magnús kynnti starfsemina á svæðinu.

    • 1510105 – ÍBH, fundargerð

      Formaður ÍBH, Hrafnkell Marinósson kynnti nýjustu fundargerð stjórnar ÍBH frá 4. janúar siðastliðnum.

Ábendingagátt