Frestað til næsta fundar
Íþrótta- og tómstundanefnd
í Krosseyri, Linnetsstíg 3
Mætt til fundar
- Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
- Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
- Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
- Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
- Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar Eva Rut Reynisdóttir sat fundinn
Ritari
- Geir Bjarnason
Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar Eva Rut Reynisdóttir sat fundinn
-
Fundargerðir
-
1510061 – Ásvellir, uppbygging
-
16011352 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2016
Síðasta fundargerð lögð fram til kynningar.
-
1509776 – Ungmennaráð, fundargerð
Fulltrúi Ungmennaráðs kynnti nýjustu fundargerð ráðsins.
-
1510105 – ÍBH, fundargerð
Frestað til næsta fundar.
Umsóknir
-
16011200 – Snjóbrettamót, Thorsplan
Fyrir hönd hóps áhugafólks um snjóbrettaíþróttina sækir Björgvin Valdimarsson um leyfi til að halda snjóbrettamót á Thorsplani og um stuðning Hafnarfjarðarbæjar upp á kr. 500.000 kr. vegna verkefnisins.
Nefndin tekur vel í hugmyndir um snjóbrettamót og óskar eftir að skipulags- og byggingafulltrúi veiti heimild til að halda mótið á Thorsplani og leyfi til að byggja ramp við hlið á sviði sem mun standa þar í örfáa daga.
Íþróttafulltrúa falið að ræða við umsækjendur um framkvæmd og kostnað vegna verkefnisins.
-
1602055 – Sumarbúðir Kaldársel stuðningur
Vinnuskóli Hafnarfjarðar hefur lagt sumarbúðunum til starfsmenn síðustu ár.
Nefndin samþykkir að leggja KFUM og K til tvo flokkstjóra sem sumarstarfsmenn auk tveggja 17 ára. Viðkomandi starfsmenn skulu eiga lögheimili í Hafnarfirði.
Almenn erindi
-
1601218 – Opnunartími sundlauga
Frestað til næsta fundar
Kynningar
-
16011338 – Tóbaksölukönnun
Í janúar fór fram könnun þar sem athugað var meðal 14 sölustaða tóbaks í Hafnarfirði hvort unglingum væri selt sigarettur eða neftóbak. Kynnt var niðurstaða úr þessari könnun, niðurstaðan er send þessum 14 sölustöðum og kynnt opinberlega í næstu viku.
Þetta er versta niðurstaða í áraraðir. Síðustu ár hefur þessum könnunum fækkað og ljóst er að það ber árangur að veita sölustöðum aðhald. Markmiðið er að engin sölustaður selji börnum tóbak. Því mun íþrótta- og tómstundafulltrúi í umboði Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðar halda áfram með þessar kannanir.
-
1602045 – Grunnskólahátíð 2016
Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá Grunnskólahátíð þar sem um 800 unglingar tóku virkan þátt.
-