Íþrótta- og tómstundanefnd

1. apríl 2016 kl. 15:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 226

Mætt til fundar

  • Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Ægir Örn Sigurgeirsson varamaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

  • Geir Bjarnason
  1. Kynningar

    • 1201547 – Aðsóknartölur í íþróttahús og íþróttamiðstöðvar

      Lagðar fram aðsóknartölur um aðsókn í íþróttahús og sundstaði í Hafnarfirði frá árinu 2015.

    • 1603264 – Afreksmannasjóður ÍBH, reglur

      Fulltrúi ÍBH kynnti nýjar reglur Afreksmannasjóðs.

    • 1603384 – Frístundavefurinn, kynning á tómstundastarfi

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir hvernig rafrænum upplýsingum um íþrótta- og tómstundastarf í Hafnarfirði er háttað. Hafið er samstarf við Reykjavíkurborg um að tengja alla kynningu um framboð á tómstunda og íþróttastarfi í Hafnarfirði við vefinn fristund.is.

      Frístundavefurinn er eingöngu upplýsingavefur en skráningar fara fram hjá viðkomandi félagi.

    • 1603567 – Ályktun ungmennaráðstefnu UMFÍ

      Lögð fram ályktun frá ungmennaráðstefnu UMFÍ sem fulltrúar úr Ungmennaráði Hafnarfjarðar tóku þátt í.

      Þar er lögð áhersla á að ríki og sveitarfélög leiti meira til ungmenna og taki tillit til skoðanna þeirra við ákvarðanatöku og sérstaklega þegar ákvarðanir taka á málefnum tengdu ungu fólki.

    Fundargerðir

    Almenn erindi

    • 1603574 – Sumardagurinn fyrsti

      Í ár er Sumardagurinn fyrsti á sama tíma og Bjartir dagar. Unnið er með skátafélaginu Hraunbúum að gerð og framkvæmd dagskrár og Frjálsíþróttadeild FH að víðavangshlaupi.

      Lagt er til að frítt verði í sund fyrir bæjarbúa á Sumardeginum fyrsta.

      Nefndin mælir með að frítt verði í sund þennan dag.

    • 1603586 – Niðurgreiðslur þátttökugjalda, erindi frá móður fatlaðs einstaklings

      Lagt er fram erindi móður fullorðins fatlaðs einstaklings varðandi það hvort Hafnarfjarðarbær niðurgreiði ekki þátttökugjöld viðkomandi einstaklings vegna íþróttaiðkunnar.

      Reglur Hafnarfjarðarbæjar heimila ekki að niðurgreiða þátttökugjöld fullorðinna einstaklinga. Erindinu er því hafnað.

Ábendingagátt