Íþrótta- og tómstundanefnd

15. apríl 2016 kl. 15:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 227

Mætt til fundar

 • Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Eva Rut Reynisdóttir sat fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs.

Ritari

 • Geir Bjarnason

Eva Rut Reynisdóttir sat fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs.

 1. Almenn erindi

  • 1604258 – Sumarvinna, vinnuskóli 2016

   Um 320 umsóknir bárust fyrir aldurshópinn 17 ára og eldri en nemendur í 8. – 10. bekk sækja um í maí.

   500 umsóknir bárust í fyrra vegna sumarstarfa fyrir 17 ára og eldri þannig að það er um umtalsverða minnkun að ræða. Í ár skiptast umsóknir svona:

   57 umsóknir fyrir 17 ára
   140 umsóknir fyrir 18-20 ára
   129 umsóknir fyrir 21 og eldri

   Í fyrra sóttu um 130 manns sem voru 17 ára um vinnu og fengu allir vinnu og eru rúmlega helmingi færri núna að sækja um.

   Vinnureglur Vinnuskólans heimila þeim sem eru 17 ára að vinna 120 tíma yfir sumarið, 18-20 ára 216 tímum og þeim sem eru 21 ára og eldri 264 tíma.

   ÍTH nefndin óskar eftir því að fræðsluráð heimili stjórnendum Vinnuskólans til að auka við vinnutímamagn hjá þeim aldurshópum þar sem umsóknarfjöldi minnkar eða mest þörf er talin. Þessi heimild gildir svo framarlega sem ekki verði til kostnaðar umfram fjárheimildir.

  • 1405390 – Víðistaðatún

   Formaður óskar eftir því að fá kynningu á þeirri vinnu sem stefnt skuli að varðandi það verkefni sem ætlað var að gera Víðistaðatún enn fjölskylduvænna.

   Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir drög að verkefninu á næsta fundi.

  • 1604287 – Gay pride, þátttaka Hafnarfjarðarbæjar

   Ánægja var með hlut bæjarins í göngunni í fyrra. Mikilvægt er að hefja undirbúning fyrr en seinna. Nefndin veltir fyrir sér hvort að verkefnið ætti ekki heima í viðburðadeild ÍTH.

  Fundargerðir

  Kynningar

  • 1602185 – Þjóðhátíðardagur, 17. júní

   Kynnt drög að dagskrá.

  • 1604259 – Tímaúthlutun til skóla í íþróttamannvirkjum 2016-2017

   ÍTH nefndin samþykkir úthlutunina.

  • 1509727 – Íþróttafélög, þjónustusamningur

   Þjónustusamningur við íþróttafélög í Hafnarfirði kynntur.

Ábendingagátt