Íþrótta- og tómstundanefnd

29. apríl 2016 kl. 15:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 228

Mætt til fundar

  • Matthías Freyr Matthíasson aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Fulltrúi Ungmennaráðs sat fundinn

Ritari

  • Geir Bjarnason

Fulltrúi Ungmennaráðs sat fundinn

  1. Almenn erindi

    • 1604426 – Hreyfivika

      Lögð fram kynning á Hreyfiviku UMFÍ.

      Nefndin tekur jákvætt í erindið og telur það samræmast stefnu Hafnarfjarðarbæjar í heilsueflandi samfélagi.

      Íþróttafulltrúa falið að styðja við verkefnið og koma því í kynningu og finna samstarfsaðila.

    • 1604533 – Búnaður íþróttafélaga

      Íþróttafulltrúi fór yfir stöðu í viðhaldi íþróttamannvirkja og áherslur varðandi búnaðarendurnýjum.

      Fyrir liggur ósk Sundfélags Hafnarfjarðar varðandi endurnýjun á búnaði til að hægt sé að uppfylla kröfur um viðunandi keppnisaðstöðu og öryggi.

      Nefndin leggur á það áherslu að þegar þarf að forgangsraða sé það gert í samráði við notendur. Því tekur nefndin undir óskir SH um að línur og ráspallar verði endurnýjuð sem fyrst.

    Kynningar

    • 1604531 – Sumarstarf ÍTH 2016

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir helstu þætti í sumarstarfi ÍTH fyrir börn og ungmenni fyrir næsta sumar. Kynningar og skráningar eru hafnar á starfinu.

      Fyrirkomulag er að mestu svipað fyrri árum. Leikjanámskeið verða í allt sumar í skólum bæjarins fyrir aldurshópinn sex til níu ára. Fimm skólagarðar verða starfræktir, róló verður í gangi þegar leikskólar eru lokaðir, allir unglingar í 8. til 10. bekkjar fá sumarvinnu og börn 10 til 12 ára býðst að taka þátt í Tómstund í tveimur skólum. Ungmenni með fatlanir fá vinnu í Verkhernum.

    • 1408292 – Starfshópur um heilsdagsskóla, fristundastyrki og frístundaakstur

      Tillaga starfshópsins kynnt.

    • 1405390 – Víðistaðatún, framtíðarnotkun

      Unnið er að því að endurhlaða hólmann í tjörninni. Skátar hafa verið að óska eftir því að stækka svæðið sem heimilt er að tjalda á. Vinna er hafin við að setja upp grillhús sem staðsett verður nálægt tjörninni.

    • 1604532 – Tímaúthlutun ÍBH 2016-2017

      Tímaúthlutun til íþróttafélaga sem ÍBH sér um að miðla lögð fram fyrir tímabilið frá sumri 2016 til upphaf sumars 2017.

    Fundargerðir

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Eva Rut Reynisdóttirfór yfir fundargerð Ungmennaráðs frá 12. apríl 2016.

    • 1510105 – ÍBH, fundargerð

      Fulltrúi ÍBH fór yfir síðustu fundargerð stjórnar ÍBH.

Ábendingagátt