Íþrótta- og tómstundanefnd

2. september 2016 kl. 15:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 232

Mætt til fundar

 • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Fulltrúi Ungmennaráðs Eva Rut Reynisdóttir sat fundinn.

Ritari

 • Geir Bjarnason

Fulltrúi Ungmennaráðs Eva Rut Reynisdóttir sat fundinn.

 1. Kynningar

  • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

   Á fundi bæjarstjórnar þ. 22. júní sl. var eftirfarandi tekið fyrir:
   Efni: Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

   Kosning í ráð og nefndir:

   íþrótta- og tómstundanefnd:
   Aðalmenn:
   Karólína Helga Símonardóttir, Kelduhvammi 24
   Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Norðurbakka 11c
   Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, Blómvöllum 7
   Varamenn:
   Finnur Sveinsson, Lindarhvammi 2
   Ebba Særún Brynjarsdóttir, Hjallabraut 43
   Ægir Örn Sigurgeirsson, Blikaási 26

   Stungið er upp á að Karólína Helga Símonardóttir verði formaður ÍTH nefndarinnar.
   Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

   Stungið er upp á að Guðbjörg Oddný Jónasdóttir verði varaformaður.
   Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

   Umræður um fundartíma. Ákveðið að skoða möguleikana á að finna fundartíma að morgni.

  • 1606387 – Ungt fólk 2016, rannsókn

   Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti skýrslu um hagi og líðan unglinga í Hafnarfirði úr 8. – 10. bekk sem sýnir stöðu þeirra í samanburði við unglinga annarstaðar af landinu. Könnuninn er gerð af Rannsóknum og greiningu fyrir Menntamálaráðuneytið.

   Nefndin hefur áhyggjur af aukinni neyslu á marijúana og þeim hóp barna sem telur foreldra sína ekki hafa efni á að kosta tómstundaiðkun þeirra. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna að úrræðum.

  • 1603229 – Gúmmikurl, sparkvellir

   Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir vinnu vegna skiptingu á efnum í gervigrasvöllum bæjarins við grunnskóla. Niðurstaða Hafnarfjarðarbæjar var um að skipta alfarið um gervigras við þrjá skóla en setja nýtt hættulaust gúmíkurl í aðra velli.

   Vinna er langt kominn við að klára verkið, grasið komið á vellina við þessa þrjá skóla og nú er unnið að merkingum og frágangi. Vinna ætti að klárast á næstu dögum.

  Fundargerðir

  Almenn erindi

  • 1609007 – Samstarf, Handknattleiksdeild FH

   Lagt fram erindi framkvæmdastjóra handknattleiksdeildar FH um samstarf við Hafnarfjarðarbæ um aðild Hafnarfjarðarbæjar að því að efla gæði innra starfs deildarinnar.

   Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar erindinu og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að ræða frekar við bréfritara um verkefnið.

  • 1608290 – Reglur um styrki til greiðslu fasteignaskatts til félaga og félagasamtaka

   Bæjarráð óskar eftir umsögn ÍTH um reglurnar.

   Umsögn verður afgreidd á næsta fundi nefndarinnar.

  • 1608420 – Suðurbæjarlaug, strandblakvellir

   Á fundi skipulags- og byggingarráðs Hafnarfjarðar þann 23. ágúst sl. var ósk áhugafólks um strandblaksvöll til umfjöllunar og var óskað eftir umsögn íþrótta- og tómstundanefndar.

   Karólína, formaður ÍTH vék af fundi undir þessum lið.

   Íþrótta- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leiti og telur þessar hugmyndir passi vel að starfsemi sundlaugarinnar.

Ábendingagátt