Íþrótta- og tómstundanefnd

10. nóvember 2016 kl. 08:15

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 236

Mætt til fundar

 • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Ægir Örn Sigurgeirsson varamaður

Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn.

Ritari

 • Geir Bjarnason

Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1609323 – Fjölskyldugarðar

   Lagt er til að íþrótta- og tómstundafulltrúi komi með tillögur að útfærslu á sameiningu Fjölskyldugarða og garðlanda Hafnarfjarðarbæjar.

  • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

   Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðu mála varðandi undirbúning á útboði vegna nýs íþróttasalar upp á Ásvöllum.

  • 1611074 – Kynjajafnrétti í íþróttum

   Lagt er til að gerð verði úttekt hjá íþróttafélögum í Hafnarfirði varðandi mun á þjónustu milli kynja.

   Íþróttafulltrúa og ÍBH er falið að koma með tillögu að útfærslu á næsta fundi hvernig hægt sé að skoða málið og meta stöðuna.

  Umsóknir

  • 1610039 – Stofnun frístundaheimilis

   Félag áhugafólks um einkarekin frístundaheimili óska eftir að semja við Hafnarfjarðarbæ um að reka frístundaheimili. Erindið var lagt fram á síðasta fræðsluráðsfundi.

  • 1609597 – Víðistaðatún, snjóbrettamót

  • 1610267 – Snorraverkefnið, stuðningur sumarið 2017

   Íþróttafulltrúa falið að ræða við forsvarsmenn um að taka einstakling í starfsþjálfun.

  Fundargerðir

  • 1510105 – ÍBH, fundargerð

   Fulltrúi ÍBH fór yfir síðustu fundargerð framkvæmdastjórnar ÍBH.

  • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

   Fulltrúi Ungmennaráðs, Eva Rut Reynisdóttir fór yfir síðustu fundargerð ráðsins.

   Hún tilkynnti að fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar Bjarki Viðar Steinarsson hafi verið tilnefndur í ungmennaráð Menntamálastofnunnar

Ábendingagátt