Íþrótta- og tómstundanefnd

24. nóvember 2016 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 237

Mætt til fundar

 • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn.

Ritari

 • Geir Bjarnason

Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1609323 – Fjölskyldugarðar

   Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá fundi aðila frá Vinnuskóla og Þjónustumiðstöðvar vegna garðlanda Hafnarfjarðarbæjar og fjölskyldugarða. Tillögu um útfærslu má vænta í byrjun nýs árs.

  • 1609650 – Heimsmeistaramót öldunga í Hálandaleikum 2017

   Sagt frá fyrirhöguðu heimsmeistaramóti öldunga í Hálandaleikum sem fyrirhugað er að halda á Víðistaðatúni 2017.

  • 1510439 – Íþrótta- og viðurkenningahátíð

   Linda Hildur Leifsdóttir fagstjóri frístundastarfs mætti á fundinn og fjallaði um Viðurkenningarhátíðina. Lindu, fulltrúa ÍBH og íþróttafulltrúa falið að vinna áfram að málinu eins og fram kom á fundinum.

   Stefnt er að því að funda um málið og ganga frá vali og lausum endum þann 7. desember. kl. 17:00

  Fundargerðir

  • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

   Eva Rut Reynisdóttir sagði frá fundi Ungmennaráðs sem haldin var þann 8. nóvember 2016. Þar var meðal annars rætt um að vera með ígildi Skrekks fyrir ungmenni sveitarfélaga í kringum Reykjavík. Ungmennaþing verður 25. janúar í Lækjarskóla.

  • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

   Íþróttafulltrúi sagði frá síðasta fundi starfshóps um Ásvelli þar sem farið var yfir útboðsgögn og samþykkt að auglýsa eftir tilboðum á smíði nýs körfuboltahúss.

  Umsóknir

  • 1607149 – Heimsmót skáta 18-25 ára, World Scout Moot 2017 (WSM 2017)

   Lagt fram bréf vegna skátamótsins þar sem óskað er eftir viðbótarframlagi Hafnarfjarðarbæjar.

   Óskir bréfritara eru umfram heimildir nefndarinnar og ekki er hægt að styrkja mótið um 800.000 kr. Nefndin hefur tekið vel í að standa með skátunum að mótinu og Hafnarfjarðarbær mun leggja því lið. Íþróttafulltrúa falið að ræða við fulltrúa skáta um aðra þætti.

Ábendingagátt