Íþrótta- og tómstundanefnd

7. desember 2016 kl. 17:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 238

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Ægir Örn Sigurgeirsson varamaður
  • Hrafnkell Marinósson áheyrnarfulltrúi
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Eva Rut Reynisdóttir sat fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs Hafnarfjarðar

Ritari

  • Geir Bjarnason

Eva Rut Reynisdóttir sat fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs Hafnarfjarðar

  1. Almenn erindi

    • 1510439 – Íþrótta- og viðurkenningahátíð

      Fulltrúar í ÍTH nefnd og varamenn þeirra auk formanns og framkvæmdastjóra ÍBH unnu að undirbúningi vegna Viðurkenningarhátíðar sem haldin verður þann 28. desember þar sem íþróttakona og íþróttakarl Hafnarfjarðar verða valinn auk þess sem íþróttalið Hafnarfjarðar 2017 verður valið.

    Fundargerðir

    • 1510105 – ÍBH, fundargerð

      Framkvæmdastjóri ÍBH fór yfir síðustu fundargerð.

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Fulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundargerðir númer 109.

    Umsóknir

    • 1612141 – Sundlauganótt 2017

      Sundlauganótt sem er hluti af Vetrarhátíð Höfuðborgarstofu verður haldin á næsta ári 2.-5. febrúar víða á höfuðborgarsvæðinu.

      Hafnarfjarðarbær mun taka þátt í verkefninu árið 2017.

Ábendingagátt