Íþrótta- og tómstundanefnd

19. janúar 2017 kl. 16:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 240

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Fulltrúi Ungmennaráðs Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir sat fundinn[line]Fulltúi Foreldraráðs Hafnarfjarðar Stefán Már Gunnlaugsson sat fundinn

Ritari

  • Geir Bjarnason

Fulltrúi Ungmennaráðs Eva Rut Bernhöft Reynisdóttir sat fundinn[line]Fulltúi Foreldraráðs Hafnarfjarðar Stefán Már Gunnlaugsson sat fundinn

  1. Almenn erindi

    • 1611074 – Kynjajafnrétti í íþróttum

      Farið yfir spurningalista og áætlun um verkefnið.

      Sótt verður um stuðning við verkefnið hjá Jafnréttissjóði Íslands.

      Fulltrúi ÍBH mun lesa yfir listann og í kjölfarið verður listinn sendur út.

    • 1609620 – Stuðningur við þátttöku barna með fatlanir í íþrótta- og tómstundastarf

      Farið yfir drög að reglum um sjóð sem ætlað er að auðvelda fötluðum börnum að taka þátt í íþróttastarfi. Athugasemdir hafa borist frá Foreldraráði Hafnarfjarðar um þessi drög og þær skoðaðar.

      Skoða skal athugasemdir frá Foreldraráði betur við útfærslu á reglum sjóðsins.

    • 1612389 – Samningur við Rio tinto og ÍBH um íþróttir

      Lögð fram drög að samningi milli Hafnarfjarðarbæjar, Rio tinto og ÍBH varðandi samstarfs um að efla íþróttastarf fyrir börn í Hafnarfirði.

      Nefndarmenn leggja á það áherslu að hækka þarf aldursbil í 18 ára í samningnum.

    • 1510439 – Íþrótta- og viðurkenningahátíð

      Farið yfir Viðurkenningarhátíðina sem fram fór þann 28. desember þar sem Hafnarfjarðarbær veitti hafnfirsku afreksfólki viðurkenningu fyrir árangur sinn 2016.

      Hátíðin gekk vel fyrir sig.

      Fulltrúi ÍBH kom með nokkrar athugasemdir sem teknar verða til greina við vinnu vegna næstu Viðurkenningarhátíðar.

    • 1406405 – Frístundaheimili og niðurgreiðslur, starfshópur

      Lagt fram erindi frá Foreldraráði Hafnarfjarðar dagsett 2. janúar þar sem óskað er “eftir ítarlegri sundurliðun hvaða áhrif þessi breyting um íþrótta og tómstundastyrkinn muni hafa á þá sem fram að þessu hafa nýtt sér styrkinn til fleiri en einnar greinar”.

      Íþróttafulltrúa falið að svara Foreldraráði.

    • 1603229 – Gúmmikurl, sparkvellir

      Kynnt ný aðgerðaráætlun frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu sem miðar að því að skipta út á Íslandi dekkjarkurli á gervigrasvöllum fyrir hættuminni efni.

      Hafnarfjarðarbær skipti öllu dekkjarkurli út á síðasta ári á öllum völlum bæjarins og setti nýtt gervigras án uppfylliefna við þrjá skóla og hefur því lokið þessu máli.

    • 1609323 – Fjölskyldugarðar

      Kynnt tillaga sem miðar að því að fækka skólagörðum fyrir næsta sumar um þrjá en efla þá á tveim stöðum og gefa öllum bæjarbúum tækifæri á að fá að rækta grænmeti þar.

      Samþykkt.

    Umsóknir

    • 1612203 – Íslandsmótið í skák 2017, styrkbeiðni

      Lagt fram erindi frá Skáksambandi Íslands þar sem óskað er eftir að Hafnarfjarðarbær hýsi Íslandsmótið 2017 í skák.

      Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna áfram að málinu þannig að það fara fram í Hafnarfirði í vor.

    Kynningar

    • 1601686 – Skóli í Skarðshlíð

      Kynnt drög að húsrýmislykill fyrir nýjan skóla í Skarðshlíð sem mun hýsa grunnskóla, leikskóla, félagsmiðstöð, tónlistarskóla, íþróttahús og frístundaheimili.

    Fundargerðir

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Eva fulltrúi ungmennaráðs kynnti tvær síðustu fundargerðir Ungmennaráðs og kynnti verðandi ungmennaþing.

    • 1510105 – ÍBH, fundargerð

      Fulltrúi ÍBH fór yfir síðustu fundargerð stjórnar ÍBH.

Ábendingagátt