Íþrótta- og tómstundanefnd

15. febrúar 2017 kl. 08:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 242

Mætt til fundar

 • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar, Eva Rut Reynisdóttir sat fundinn

Ritari

 • Geir Bjarnason

Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar, Eva Rut Reynisdóttir sat fundinn

 1. Fundargerðir

  • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

   Fulltrúi Ungmennaráðs kynnti nokkur atriði sem rædd voru á Ungmennaþingi.

  Almenn erindi

  • 1702139 – Tóbakskönnun

   Kynnt niðurstaða tóbakskönnunar þar sem 16 ára börn gátu keypt sigarettur á 43% sölustaða tóbaks í Hafnarfirði.

   Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir áhyggjum af þessari þróun. Nefndin leggur á það áherslu að auka tíðni þessara kannanna og að ítreka þurfi við söluaðila að virða aldursmörk.

  • 1702140 – Sumarvinna, vinnuskóli 2017

   Kynnt drög að dagsetningum varðandi umsóknir í sumarstörf Hafnarfjarðarbæjar. Rætt um tímalengd vinnu fyrir unga fólkið í sumar.

   Fyrirliggjandi drög að dagsetningum og fyrirkomulagi vegna ráðninga er samþykkt.

  • 1702141 – Þjóðhátíðardagurinn 17. júní 2017

   Rætt um hvernig fyrirkomulag 17. júní var árið 2016. Íþrótta- og tómstundanefnd er einnig þjóðhátíðarnefnd.

   Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að mynda starfshóp til að undirbúa hátíðarhöldin og kynna drög að fyrirkomulagi á fundi nefndarinnar í apríl.

  Umsóknir

  • 1609597 – Víðistaðatún, snjóbrettamót

   Brettafélag Hafnarfjarðar hefur fengið leyfi til að halda snjóbrettamót á Víðistaðatúni og mun það fara fram 18. mars ef veður leyfir.

   Félagið óskar eftir stuðningi Íþrótta- og tómstundanefndar vegna þessa og hefur lagt fram fjárhagsáætlun verksins.

   Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í þetta verkefni og felur Íþróttafulltrúa að ræða við undirbúningshópinn um framkvæmd og styrkir verkefnið um 200.000 kr.

  • 1702166 – Unglingalandsmót UMFÍ

   UMFÍ leitar að sveitarfélagi til að taka að sér Unglingalandsmótið 2020 og Landsmót UMFÍ 50 árið 2019.

   Íþróttafulltrúa falið að ræða við UMFÍ um forsendur umsóknar.

  Kynningar

  • 1702142 – Grunnskólahátíð 2017

   Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá Grunnskólahátíð sem fram fór í síðustu viku í Íþróttahúsinu við Strandgötu og Gaflaraleikhúsinu. Um 800 unglingar sóttu hátíðina sem tókst afar vel.

   Almenn ánægja er með hátíðina og var hún unglingunum í Hafnarfirði og þeim sem að henni stóðu til sóma og eiga þeir þakkir skildar.

  • 1701377 – Gallup, þjónusta sveitarfélaga 2016, könnun

   Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir hluta af sveitarfélagakönnun Gallup þar sem bæjarbúar meta þjónustu sveitarfélagsins.

Ábendingagátt