Íþrótta- og tómstundanefnd

1. mars 2017 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 243

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar Katrín Rós Þrastardóttir sat fundinn ásamt Stefáni Má Gunnlaugsyni fulltrúa Foreldraráðs Hafnarfjarðar

Ritari

  • Geir Bjarnason

Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar Katrín Rós Þrastardóttir sat fundinn ásamt Stefáni Má Gunnlaugsyni fulltrúa Foreldraráðs Hafnarfjarðar

  1. Almenn erindi

    • 1609620 – Stuðningur við þátttöku barna með fatlanir í íþrótta- og tómstundastarf

      ÍBH hefur skoðað reglurnar og samþykkja þær án athugasemda og vill prufa verkefnið.

      Safna þarf gögnum um hve margir gætu nýtt sér styrkinn og skoða þarf samanburð á þessum reglum og reglum um liðveislu. Einnig þarf að liggja fyrir hvernig nágrannasveitarfélög sinna þessum þætti.

      Afgreitt eftir að umsögn Foreldraráðs berst.

    • 1702253 – Róló

      Vægi gæsluvalla/róló hefur farið minnkandi síðari ár með aukinni þjónustu leikskóla fyrir yngri börn.

      Skoða þarf betur viðhorf notenda gagnvart þjónustunni.

    • 1702254 – Félagsmiðstöðvar, dagskrá

      Lagt fram minnisblað frá Lindu H. Leifsdóttur fagstóra frístundastarfs hjá Hafnarfjarðarbæ um sameiginlega viðburði félagsmiðstöðva í grunnskólum bæjarins.

      Auk þess sem fram kemur í minnismiða er verið að undirbúa hjólabrettakeppni í vor og félagsmiðstöðvar koma að Skólahreysti sem verður núna í mars.

      Óskað er eftir upplýsingum um dagskrá félagsmiðstöðva og aðsókn eftir aldurshópum.

      Ungmennaráð er hvatt til að ýta undir að félagsmiðstöðvar og nemendaráð standi fyrir fleiri viðburðum þar sem unglingar hittast og eigi samskipti milli skólahverfa.

    • 1608274 – Víðistaðatún, grillhús

      Framkvæmdir ganga ágætlega við að setja upp grillhús á Víðistaðatúni. Stefnt er að því að opna það formlega á Sumardeginum fyrsta.

      ÍTH leggur áherslu á að unnið verður eftir hugmyndum starfshóps um framtíðarnotkun Viðistaðatúns, þar sem meðal annars lagt er fram að við grillhúsið verði leiktæki og góð aðstaða fyrir barnafólk.

    Umsóknir

    • 1702166 – Unglingalandsmót UMFÍ

      Við skoðun á málinu getur getur aðeins sambandsaðili eða aðildarfélag UMFÍ haldið Unglingalandsmót. Það er því ekki mögulegt að halda það í Hafnarfirði að sinni en engin félög hér í bæ eru með aðil að UMFÍ.

    Fundargerðir

    • 1510105 – ÍBH, fundargerð

      Fulltrúi ÍBH lagði fram og kynnti síðustu fundargerð íBH.

    • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

      Kynnt fundargerð starfshóps vegna uppbyggingar á Ásvöllum en framkvæmdir eru komnar á fullan skrið við nýja boltahúsið.

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar Katrín Ósk kynnti fundargerð númer 115.

    Kynningar

    • 1503055 – Heilsueflandi samfélag

      Kynnt heilsustefna og aðgerðaáætlun um heilsueflandi Hafnarfjörð.

      ÍTH fagnar þessu framtaki og mun leggja krafta sína í verkefnið.

Ábendingagátt