Íþrótta- og tómstundanefnd

11. apríl 2017 kl. 16:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 246

Mætt til fundar

 • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður

Ritari

 • Geir Bjarnason
 1. Umsóknir

  • 1703179 – Sumarstarfsmenn Kaldárseli

   Tekið fyrir að nýju erindi KFUM og K vegna sumarstarfsmanna í Kaldárseli

   Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að gera samstarfs- og þjónustusamning við KFUM og K. Vinnuskólinn skal leggja KFUM og K til tvo sumarstarfsmenn 20 ára eða eldri þar sem hvor hefur heimild til að starfa í 240 klst. og einn sumarstarfsmann 17 – 19 ára sem hefur heimild að starfa í 200 klst.

   Til lengri tíma þarf að skapa skýrari ramma og endurskoða þetta fyrirkomulag með nýjum samningi fyrir árið 2018.

  Almenn erindi

  • 1703339 – Heimsókn til íþrótta- og tómstundafélaga

   Íþrótta- og tómstundanefnd heimsótti og kynnti sér starfsemi Skátafélagsins Hraunbúa, Siglingaklúbbsins Þyts og Hestamannafélagsins Sörla.

   Fulltrúum skátanna, Sörla og Þyts er þakkað fyrir góða kynningu á starfsemi félaganna.

Ábendingagátt