Íþrótta- og tómstundanefnd

24. maí 2017 kl. 08:15

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 249

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ægir Örn Sigurgeirsson varamaður

Eva Rut Reynisdóttir fulltrúi Ungmennaráðs sat fundinn

Ritari

  • Geir Bjarnason

Eva Rut Reynisdóttir fulltrúi Ungmennaráðs sat fundinn

  1. Kynningar

    • 1702140 – Sumarvinna, vinnuskóli 2017

      Hafnarfjarðarbær hefur hækkað laun unglinga í 8. – 10. bekk um 16% umfram það sem áætlað var við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017.

      Markmiðið er að svara óskum unga fólksins um hækkun launa, gera unglingavinnuna meira aðlaðandi og vera með sambærileg laun og nágrannasveitarfélögin.

      Í Hafnarfirði fá nemendur úr 8. bekk vinnu en svo er ekki í öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. 17 ára börn eða þeir sem eru á fyrsta ári í menntaskóla fá einnig öll sumarvinnu sem sækja um.

    • 1705202 – Frístundaheimili - viðhorfskönnun

      Kynnt niðurstaða viðhorfskönnunar sem foreldrar barna í 1. – 4. bekk í grunnskólum bæjarins gafst færi á að taka þátt í um viðhorf þeirra gagnvart þjónustu frístundaheimilanna sem Hafnarfjarðarbær rekur.

      Nefndin þakkar góða kynningu og leggur á það áherslu að unnið verði áfram að því að auka svigrúm til heimanáms í gegnum frístundaheimilin. Tillögur voru lagðar fram af starfshópi árið 2015 þar sem línur voru lagðar. Einnig þarf að skoða aðra þætti sem skýrir eru í þessari könnun eins og þjónustu við börn með sérþarfir.

    • 1705348 – Hagir og líðan ungs fólks í Hafnarfirði, 5.-7. bekkur

      Lögð fram könnun um nemendur í 5. – 7. bekk í Hafnarfirði þar sem spurt er um líðan og félagslega þætti.

    • 1702141 – Þjóðhátíðardagurinn 17. júní 2017

      Farið yfir drög að dagskrá og rætt um helstu viðburði.

    Fundargerðir

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Fulltrúi Ungmennaráðs fór yfir fundargerð 121 frá 9. maí og sagði að fundi þeirra með bæjarstjórn sem átti að vera í dag væri frestað.

    Almenn erindi

    • 1611074 – Kynjajafnrétti í íþróttum

      Íþróttafulltrúi lagði fram yfirlitslista yfir hvernig gengur að innheimta svör frá þeim íþróttafélögum sem valin voru.

      Næst er að finna aðila til að vinna úr gögnunum

      Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar góð viðbrögð þeirra sem skilað hafa og þeir sem hafa ekki skilað eru hvattir til þess hið fyrsta.

Ábendingagátt