Íþrótta- og tómstundanefnd

7. júní 2017 kl. 16:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 250

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Fulltrúi Ungmennaráðs Eva Reynisdóttir sat fundinn

Ritari

  • Geir Bjarnason

Fulltrúi Ungmennaráðs Eva Reynisdóttir sat fundinn

  1. Fundargerðir

    Almenn erindi

    • 1705068 – Gjafir og viðurkenningar, verklagsreglur

      Lögð fram drög að vinnureglum um gjafir og viðurkenningar sem ÍTH nefndin veitir.

    • 1705046 – Samkomulag um afnot af íþróttamannvirkjum Hafnarfjarðarbæjar

      Samkomulag milli aðila; Hafnarfjarðarbæjar, skóla og íþróttafélaga sem reka íþróttamannvirki fyrir íþróttakennslu um afnot af íþróttamannvirkjum í Hafnarfirði lagðar fram til samþykktar. Aðilum málsins gafst tækifæri á að koma með athugasemdir og tekið var tillit til þeirra sem komu fram.

      Samþykkt

    • 1705402 – ÍBH, tillaga um forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja frá 50. þingi

      Framkvæmdastjóri ÍBH fór yfir helstu atriði varðandi forgangsröðun uppbyggingu íþróttamannvirkja næstu ára.

    • 1706132 – Nýr samstarfssamningur við íBH

      Samþykkt var í bæjarstjórn að Hafnarfjarðarbær og ÍBH endurgeri samstarfssamninginn með þær áherslur að Hafnarfjarðarbær kosti byggingu íþróttamannvirkji allt að 100%. Vinna þarf að hefjast milli aðila um gerð samningsins.

      Upphaflegt markmið tillögunnar er að gera eignarhald íþróttamannvirkja sem byggð verða í Hafnarfirði í framtíðinni skýrara og gegnsærra.

      Íþrótta- og tómstundanefnd leggur á það áherslu að vinna hefjist sem fyrst við endurgerð samningsins.

      Leggja þarf á það áherslu að viðmið varðandi hlutdeild Hafnarfjarðarbæjar í nýjum byggingum tengist því hvort húsnæði sé notað fyrir íþróttakennslu og barna- og unglingastarfi viðkomandi félags.

    • 1706133 – Þjónustukönnun um framboð á sumarstarfi fyrir börn

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að búa til könnun sem spyr foreldra barna um notkun á sumarstarfi í Hafnarfirði og leiti eftir hugmyndum þeirra að verðugum verkefnum.

    • 1705047 – Reglur um baðvörslu í íþróttahúsum og sundlaugum í Hafnarfirði

      Lagðar fram reglur um baðvörslu í íþróttahúsum og sundlaugum í Hafnarfirði til samþykktar. Aðilum málsins gafst tækifæri á að koma með athugasemdir og komu athugasemdir frá forstöðumanni sundstaða og skólastjórum og tekið var tillit til þeirra sem komu fram.

      Samþykkt

    Kynningar

    • 1702141 – Þjóðhátíðardagurinn 17. júní 2017

      Dagskrá lögð fram.

Ábendingagátt