Íþrótta- og tómstundanefnd

27. júní 2017 kl. 09:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 252

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður

Linda H. Leifsdóttir fagstjóri frístundastarfs ritaði fundargerð

Ritari

  • Geir Bjarnason

Linda H. Leifsdóttir fagstjóri frístundastarfs ritaði fundargerð

  1. Almenn erindi

    • 1701136 – Þátttökugjöld, niðurgreiðsla

      Tekið upp mál sem var á fundi fræðsluráðs 31. maí sl. varðandi niðurgreiðslur þátttökugjalda. Skólastjóri Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Gunnar Gunnarsson hefur ritað bréf til nefndarinnar þar sem hann hvetur til þess að börn í skólanum njóti til jafns við önnur börn kosti frístundastyrkjanna. En í dag geta börn í Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og á frístundaheimilum bæjarins ekki nýtt niðurgreiðsluna í þau viðfangsefni.

      Sent til nánari athugunar hjá íþrótta- og tómstundafulltrúa til skoðunar hvort það samræmist reglum um frístundastyrkinn og í fjárhagsáætlunar vinnu fyrir árið 2018.

    • 1612389 – Samningur við Rio tinto og ÍBH um íþróttir

      Samningur milli Rio Tinto, ÍBH og Hafnarfjarðarbæ um stuðning við íþróttafélög lagður fram til samþykktar.

      Nefndin samþykkir samninginn og fagnar auknu framlagi.

Ábendingagátt