Íþrótta- og tómstundanefnd

30. ágúst 2017 kl. 08:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 253

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ægir Örn Sigurgeirsson varamaður

Ritari

  • Geir Bjarnason
  1. Kynningar

    • 1406187 – Ráð og nefndir 2014-2018, kosningar

      Á fundi bæjarstjórnar 21.júní sl. var eftirfarandi tekið fyrir:
      Kosið í ráð og nefndir til 1 árs:

      Íþrótta- og tómstundanefnd:
      Aðalmenn:
      Karólína Helga Símonardóttir, Kelduhvammi 24
      Guðbjörg Oddný Jónasdóttir, Norðurbakka 11c
      Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir, Drekavöllum 13
      Varamenn:
      Einar Birkir Einarsson, Norðuarbakka 7c
      Kristín María Thoroddsen, Burknabergi 4
      Ægir Örn Sigurgeirsson, Blikaási 26

    • 1703339 – Heimsókn til íþrótta- og tómstundafélaga

      Umræður um heimsóknir og kynningar í vetur.

      Næsti fundur verður heimsókn til íþróttafélaga.

    • 1610266 – Frístundaakstur

      Kynnt hvernig áætlað er að standa að frístundaakstri sem hefst í haust.

    Almenn erindi

    • 1703553 – Viðhald og rekstrarsamningur, Akstursíþróttafélag Hafnarfjarðar

      Afgreitt í lið 8 þar sem nefndin mun kynna sér starf félagsins.

    • 1708290 – Tóbakseftirlit

      Lögð fram skýrsla frá heilbrigðiseftirliti Kópavogs og Hafnarfjarðarumdæmis um stöðu tóbakssölu í umdæminu.

    • 1702141 – Þjóðhátíðardagurinn 17. júní 2017

      Farið yfir hvernig til tókst við framkvæmd 17. júní hátíðarhaldanna. Lagt fram matsblað íþrótta- og tómstundafulltrúa þar sem fram koma atriði varðandi framkvæmd hátíðarhaldanna frá aðilum sem unnu við og þeim sem tengdust 17. júní beint.

    • 1701136 – Þátttökugjöld, niðurgreiðsla

      Lagðar fram upplýsingar um fjölda barna í tónlistarskóla Hafnarfjarðar.

      Það er mat íþrótta- og tómstundafulltrúa að það samræmist reglum um niðurgreiðslu þátttökugjalda að heimila þeim sem stunda tónlistarnám að nýta sér niðurgreiðslustyrkinn.

      Vísað til fræðsluráðs til frekari umræðu

    • 1611074 – Kynjajafnrétti í íþróttum

      Farið yfir stöðu vinnu við verkefnið.

      Íþróttafulltrúa falið að finna verktaka til að klára vinnuna.

      Íþróttafélögum sem tóku þátt er þakkað fyrir góða svörun.

    • 1612389 – Samningur við Rio tinto og ÍBH um íþróttir

      Tekið fyrir aftur samningur við ÍBH og Rio Tinto um stuðning við íþróttastarf í Hafnarfirði.

      Nefndin samþykkir aftur samninginn og vísar honum til fræðsluráðs til samþykktar.

    Umsóknir

    • 1708289 – Rekstur íþróttahúss

      Fram hefur komið ósk Badmintonfélags Hafnarfjarðar um að taka að sér rekstur íþróttahússins við Strandgötu.

      Íþróttafulltrúa falið að fá nánari upplýsingar hjá BH varðandi rekstrarhugmyndir.

Ábendingagátt