Íþrótta- og tómstundanefnd

27. september 2017 kl. 08:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 255

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Ægir Örn Sigurgeirsson varamaður

Birta Guðný Árnadóttir sat fundinn fyrir hönd UMH

Ritari

  • Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi

Birta Guðný Árnadóttir sat fundinn fyrir hönd UMH

  1. Almenn erindi

    • 1705068 – Gjafir og viðurkenningar, verklagsreglur

      Lögð fram drög að slíkum reglum til kynningar.

    • 1612327 – Þjónustusamningur við ÍBH

      Lögð fram til kynningar drög að samningi við ÍBH en í ár hækkar stuðningur Hafnarfjarðarbæjar um eina milljón.

    • 1709448 – Þjónustu- og rekstrarsamningur við Brettafélag Hafnarfjarðar

      Vinna er hafinn við að gera þjónustusamning við Brettafélagið þar sem það er að breytast í íþróttafélag. Sá samningur verður sambærilegur samningi við önnur íþróttafélög.

      Einnig þarf að gera rekstrarsamning við félagið varðandi húsnæði þess.

      Brettafélagið er hvatt til að halda áfram þessari vinnu.

    • 1606222 – Brettafélagið, húsnæðismál og framtíðarsýn

      Auglýst var í sumar eftir varanlegu húsnæði fyrir Brettafélagið.

      Hafnarfjarðarbæ barst ekkert formlegt boð um húsnæði í kjölfarið.

    • 1704173 – Golfklúbburinn Keilir, framkvæmdir, viðræður

      Lögð fram kynning frá Golfklúbbnum Keili varðandi uppbyggingu á næstu árum. Hafnarfjarðarbær og Keilir hafa staðið saman að uppbyggingu og endurgerð nýrra brauta þar sem Keilir kostar 20% en Hafnarfjarðarbær 80%. Núna um áramót rennur út samingur milli þessara aðila um uppbyggingu þriggja brauta.

      Keilir óskar eftir að nýtt sambærilegt samkomulag verði gert um næsta áfanga vallarins.

      Vísað til Umhverfis- og framkvæmdasviðs

    • 1709657 – Íþróttavika Evrópu, European Week of Sport

      Erindið barst afar seint og ekki hægt að bregðast við. En skólar og aðrir aðilar hvattir til að taka þátt.

    • 1709700 – Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2017

      Hátíðin verður þann 27. desember í Íþróttahúsinu Strandgötu.

      Fulltrúa ÍBH falið að hefðbundnum undirbúningi og starfa í undirbúningsnefnd með íþróttafulltrúa og fagstjóra frístundastarfs.

    • 1601218 – Opnunartími sundlauga

      Lögð fram gögn frá forstöðumanni sundlauga, Aðalsteini Hrafnkellsyni varðandi tillögu um lengda opnun sundlauga.

      Aðalsteini er þakkað fyrir tillögurnar.

      Tillögur um leið eitt og tvö auk fastrar opnunar á rauðum dögum eru leiðir sem hugnast nefndinni best. Einnig þarf að festa í sessi lengri sumaropnun á sunnudögum.

      Tillögurnar vinnast áfram í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar og er vísað til fræðsluráðs.

    Kynningar

    • 1709447 – Vímuefnaneysla ungmenna í Hafnarfirði í alþjóðlegum samanburði

      Lögð fram til kynningar skýrsla um vímuefnaneyslu unglinga.

Ábendingagátt