Íþrótta- og tómstundanefnd

8. nóvember 2017 kl. 16:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 258

Mætt til fundar

 • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Birta Guðný Árnadóttir sat fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

Ritari

 • Geir Bjarnason

Birta Guðný Árnadóttir sat fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

 1. Kynningar

  • 1706132 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, nýr samstarfssamningur

   Kynnt drög og vinna að nýjum samstarfssamningi við Íþróttabandalagið. Borist hafa athugasemdir við drögin að samningnum sem þarf að skoða vel við áframhaldandi vinnu.

   Framkvæmdastjóra ÍBH og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna áfram að samningnum.

  • 1704040 – Fjárhagsáætlun 2018

   Farið yfir fjárhagsáætlun vegna 2018 og gjaldskrá kynnt.

  Almenn erindi

  • 1710595 – Hnefaleikafélag Hafnarfjarðar, húsnæðismál

   Lögð fram þarfagreining Hnefaleikafélags Hafnarfjarðar frá október 2017 en aðstöðumál þeirra eru ekki að mati félagsins nægilega góðu. Árið 2007 var félaginu úthlutað húsnæði til bráðabirgða og nú 10 árum seinna eru þau þar enn.

   Þarfagreiningin er vel unninn og sýnir að laga þarf aðstöðuna eða finna nýja viðeigandi aðstöðu.

   Íþróttafulltrúi gerði grein fyrir því að eigandi hússins hafi lagað margt af því sem fram kemur í þarfagreiningunni varðandi núverandi húsnæði s.s. að búið sé að laga allar athugasemdir sem eldvarnaeftirlit lagði fram.

  • 1612327 – Þjónustusamningur við ÍBH

   Lögð fram drög að þjónustusamningi við ÍBH.

   Kynntar breytingar á samningnum.

  • 1705068 – Gjafir og viðurkenningar, verklagsreglur

   Lagðar fram vinnu- og verklagsreglur Íþrótta- og tómstundanefndar varðandi gjafir, styrki og viðurkenningar.

   Reglurnar samþykktar.

  • 1703339 – Heimsókn til íþrótta- og tómstundafélaga

   Fimleikafélagið Björk heimsótt þar sem nefndin kynnti sér starfsemi þess.

   Dansíþróttafélag Hafnarfjarðar heimsótt og starfsemi þess kynnt.

  Fundargerðir

  • 1705060 – Fundargerðir skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins 2017

   Lögð fram til kynningar fundargerð skíðasvæða nr. 362.

  • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

   Fulltrúi Ungmennaráðs kynnti síðustu fundargerð ráðsins sem er nr. 126.

Ábendingagátt