Íþrótta- og tómstundanefnd

22. nóvember 2017 kl. 08:00

í Krosseyri, Linnetsstíg 3

Fundur 259

Mætt til fundar

 • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Birta Guðný Árnadóttir sat fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

Ritari

 • Geir Bjarnason

Birta Guðný Árnadóttir sat fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

 1. Almenn erindi

  • 1612327 – Þjónustusamningur við ÍBH

   Þjónustusamningur lagður fram til samþykktar við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar.

   Með samningnum hækkar framlag Hafnarfjarðarbæjar um eina milljón árið 2017 og aðra milljón árið 2018 eða upp í 10.000.000 kr. Íþróttabandalagið skuldbindur sig til að taka þátt í fjölmörgum samstarfsverkefnum og nýjum heilsueflandi verkefnum í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ.

   Samþykkt og samningi vísað til fræðsluráðs til samþykktar.

  • 1711225 – Afreksmannasjóður

   Lagt fram bréf frá ÍBH vegna Afreksmannasjóðs og kynningu á sjóðnum en útgjöld þar hafa aukist umfram áætlun vegna góðs árangurs íþróttafólks í Hafnarfirði.

   Endurskoða þarf reglur sjóðsins til að tryggja rekstur hans næstu ár.

   Íþróttafulltrúa falið að skoða vegna ársins alla möguleika innan lykla ÍTH til að finna 2,5 milljónir til að leysa vanda sjóðsins eða finna aðrar fjárheimildir.

   Íþróttafulltrúi þarf að skoða möguleika á að hækka framlag Hafnarfjarðar til sjóðsins í fjárhagsáætlun 2018.

   Fulltrúi Samfylkingar bókar:
   Auka þarf framlag til sjóðsins vegna ársins í ár upp á það sem á vantar og auka þarf varanlegt framlag Hafnarfjarðarbæjar til sjóðsins frá og með næsta ári. Við erum iþróttabærinn Hafnarfjörður og heilsubær og það er hlutverk okkar að styðja við afreksfólk.

  Fundargerðir

  • 1510105 – ÍBH, fundargerð

   Lögð fram til kynningar fundargerð ÍBH frá 7. nóvember 2018 og framkvæmdastjóri íBH fór yfir helstu atriði.

  • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

   Birta kynnti síðustu fundargerð ráðsins.

   Samþykkt

  Kynningar

  • 1503055 – Heilsueflandi samfélag

   Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti stuttlega verkefni tengd heilsubænum Hafnarfirði.

  • 1705402 – ÍBH, tillaga um forgangsröðun í uppbyggingu íþróttamannvirkja frá 50. þingi

   Farið yfir tillögur ÍBH varðandi uppbyggingu og forgangsröð íþróttamannvirkja næstu ár.

   Erindi Hestamannafélagsins Sörla var vísað á síðasta bæjarráðsfundi til nefndarinnar þar sem félagið óskar eftir viðræðum varðandi uppbyggingu á svæði þeirra.

   Vísað er í framkvæmdaáætlun ÍBH og fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar þar sem gerð er grein fyrir helstu framkvæmdum næstu ár og nefndin telur að árið 2018 hefjist vinna við undibúning og skipulagsvinnu vegna nýframkvæmda hjá Sörla.
   Íþróttafulltrúa falið að ræða við félagið.

Ábendingagátt