Íþrótta- og tómstundanefnd

6. desember 2017 kl. 08:15

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 260

Mætt til fundar

 • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Birta Guðný Árnadóttir sat fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

Ritari

 • Geir Bjarnason

Birta Guðný Árnadóttir sat fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.

 1. Fundargerðir

  • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

   Birta Guðný Árnadóttir fulltrú UMH kynnti síðustu fundargerð Ungmennaráðsins.

  Almenn erindi

  • 1709654 – Samningur um niðurgreiðslu þátttökugjalda

   Íþrótta- og tómstundafulltrúi hafði fyrr á árinu hafnað að semja við viðkomandi málsaðila um aðgengi hans að frístundaniðurgreiðslum fyrir börn og unglinga í Hafnarfirði. Um var að ræða starfsemi einkaaðila í heimahúsi sem hafði ekki starfsleyfi. Viðkomandi hefur áfrýjað höfnun íþróttafulltrúa til íþrótta- og tómstundanefndar en í millitíðinni fékkst starsfleyfi frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogsvæðis.

   Þessi aðili hefur fulla menntun til að standa að viðkomandi starfsemi og uppfyllir umsóknin að mestu leiti önnur viðmið sem sett eru í reglum um niðurgreiðslu þátttökugjalda.

   Íþrótta- og tómstundanefnd snýr úrskurði íþrótta- og tómstundafulltrúa og heimilar honum að semja við viðkomandi aðila um þátttöku í niðurgreiðslukerfinu vegna frístundastyrkja í Hafnarfirði og skal ákvörðunin vera afturvirk til 1. september 2017.

   Huga þarf til framtíðar hver eftirlitsskylda Hafnarfjarðarbæjar sé gagnvart þeim aðilum sem standa fyrir tómstundastarfi fyrir börn og Hafnarfjarðarbær tekur þátt í að greiða niður með tómstundastyrk.

  • 1711372 – Snorraverkefnið, stuðningur sumarið 2018

   Sótt er um stuðning við Snorraverkefnið en í gegnum það hafa ungmenni 18 – 28 frá Kanada af íslenskum ættum heimsótt Ísland og kynnst landi og þjóð meðal annars í gegnum starfsþjálfum og landkynningar.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1711371 – Aðgengismál sundlauga

   Sjálfsbjörg, landssamband hreyfihamlaðra stóð síðasta sumar fyrir aðgengisverkefni að sundlaugum. Heiti verkefnisins var: Sundlaugar okkar allra! Ein af þeim sundlaugum sem tekin var út var Ásvallalaug.

   Lagt fram til kynningar.

  • 1704040 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2018 og 2019-2021

   Á fundi fræðsluráðs þann 29. nóvember var eftirfarandi bókað um tillögur Samfylkingar og Vinstri grænna sem barst frá bæjarráði vegna breytinga á fjárhagsáætlun og vísað til Íþrótta- og tómstundanefndar:

   1.Að fenginn verði óháður aðili til að taka út aðstöðu til iðkunar íþrótta- og tómstunda fyrir börn og ungmenni í Hafnarfirði, gera samanburð á aðstöðunni í sveitarfélaginu við önnur sambærileg sveitarfélög, kanna fjölbreytni í framboði íþrótta og tómstunda fyrir börn og unglinga og greina hvar helst er þörf fyrir viðbótar uppbyggingu, aukinn rekstrarstuðning eða aðgerðir til að koma á fót nýrri starfsemi. Horft verði jafnt til íþrótta og annarra tómstundaúrræða, s.s. listgreina. Sérstaklega verði lögð áhersla á að greina þörf fyrir uppbyggingu helstu innviða eftir svæðum innan bæjarins, með það að markmiði að tryggja að börn í Hafnarfirði búi við sambærileg tækifæri til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi óháð búsetu innan svæðisins.
   Á grundvelli niðurstöðu þeirrar vinnu verði tekin endanleg ákvörðun um forgangsröðun verkefna sem m.a. hafa komið fram í tillögum ÍBH og eftir atvikum öðrum hagsmunaaðilum sem sinna tómstundastarfi barna og unglinga í Hafnarfirði.
   Mikilvægt er að þessari vinnu verði lokið eigi síðar en í lok janúar nk. þannig að hún þurfi ekki að leiða til tafa á framkvæmd einstakra verkefna.

   Samþykkt að vísa tilögunni til umfjöllunar og úrvinnslu hjá ÍTH. Meðal annars verði teknar saman upplýsingar úr þeim fjölda rannsókna, kannana og greininga sem til eru um framboð, viðhorf til þessarar þjónustu, þátttöku o.fl. í Hafnarfirði.

   Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að safna saman gögnum um málið eins og úr könnunum og skýrslum og kynna fyrir nefndinni það helsta sem til er varðandi málið. Reynt verði að skoða þetta í tengslum við hverfaskiptingu.

  Umsóknir

  • 1703518 – Íþrótta- og útivistarsvæði, golfvellir

   Ítrekað fyrra erindi Golfklúbbs Setbergi um framtíðarlandssvæði fyrir félagið en erindi sama efnis barst fyrr á árinu.

   Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í að félagið muni fá aðstöðu til framtíðar í bæjarlandi Hafnarfjarðar. Nefndin hvetur Umhverfis- og skipulagssvið að hefja vinnu við að hefja undirbúning að framtíðarskipulagi svæðisins með hagsmunaaðilum.

   En eins og staðan er í dag þá vísar nefndin í framkvæmdaáætlun íBH og fjárhagsáætlun fyrir 2018 en þar er ekki reiknað með þessu verkefni.

  Kynningar

  • 1706132 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, nýr samstarfssamningur

   Lagður fram samstarfssamningur við ÍBH og staða við samninginn kynnt.

Ábendingagátt