Íþrótta- og tómstundanefnd

14. febrúar 2018 kl. 08:15

á Skólaskrifstofu

Fundur 264

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Stefán Örn Gunnlaugsson sat fundinn fyrir hönd Foreldraráðs Hafnarfjarðar.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Stefán Örn Gunnlaugsson sat fundinn fyrir hönd Foreldraráðs Hafnarfjarðar.

  1. Fundargerðir

    • 1510105 – ÍBH, fundargerð

      Framkvæmdastjóri ÍBH kynnti fundargerð stjórnar ÍBH frá 6. febrúar sl.

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Lögð fram fundargerð síðasta fundar.

    Almenn erindi

    • 1801364 – #metoo, íþrótta- og tómstundastarf

      Umræða um hvernig óháð fagráð yrði uppsett.

      Íþróttahreyfingin í Hafnarfirði er að skoða og kynna sér enn betur lög, reglur og verklagstillögur sem tengjast ofbeldi í íþróttum sem m.a. ÍSÍ hefur unnið.

      Fulltrúum íþróttahreyfingarinnar verður boðið að taka þátt í námskeiði um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum sem kallast Verndari barna núna á vorönn.

    • 1611074 – Kynjajafnrétti í íþróttum

      Frestað.

    • 1706369 – Hestamannafélagið Sörli, reiðhöll

      Erindi frá Hestamannafélaginu Sörla varðandi uppbyggingu á svæði þeirra var sent frá bæjarráði til umsagnar ÍTH nefndar.

      ÍTH tekur afar vel í erindið og greinagott kynningarbréf og tekur undir þörf á nýrri reiðhöll.

      Erindinu er vísað til Umhverfis- og framkvæmdarráðs.

    • 1601218 – Opnunartími sundlauga

      Lagt fram mótmælabréf 28 einstaklinga þar sem mótmælt er harðlega breyting á opnunartíma Ásvallalaugar um helgar.

      Nefndin mun boða til umræðufundar með bréfriturum í Ásvallalaug laugardagsmorgun á næstunni þar sem farið verði yfir málið.

      Fulltrúi Foreldraráðs Hafnarfjarðar bendir á að með breyttum opnunartíma er verið að skerða aðgengi hreyfihamlaðra að sundlaugum Hafnarfjarðar um helgar.

      Nefndin leggur áherslu á að aðgengi sé fyrir alla að sundlaugum bæjarins og vísar til Umhverfis- og framkvæmdasviðs að skoða og meta aðgengi að Sundhöll Hafnarfjarðar.

    • 1801552 – Þjóðhátíðardagurinn 2018

      Farið yfir þjóðhátíðardaginn í fyrra.

      Hér með er óskað eftir að Ungmennaráð skipi fulltrúi í Þjóðhátíðarnefndina.

      Þjóðhátíðarnefnd óskar eftir því starfa nánar með starfshóp við undirbúning dagsins og fái að vera þátttakendur í undirbúningsstarfinu.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að mynda starfshóp.

    Umsóknir

    • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

      Kynnt 20. fundargerð starfshóps um uppbyggingu Ásvalla.

      Nefndin stefnir á að fara í skoðunarferð.

Ábendingagátt