Íþrótta- og tómstundanefnd

14. mars 2018 kl. 08:15

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 266

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Birta Guðný Árnadóttir sat fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.[line]Stefán Már Gunnlaugsson sat fundinn fyrir hönd Foreldraráðs Hafnarfjarðar.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Birta Guðný Árnadóttir sat fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs Hafnarfjarðar.[line]Stefán Már Gunnlaugsson sat fundinn fyrir hönd Foreldraráðs Hafnarfjarðar.

  1. Fundargerðir

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Fulltrúi Ungmennaráðs kynnti fundargerð nr. 133 þar sem haldið var ungmennaþing. Lögð fram leiðrétt fundargerð nr. 132.

      Birta verður fulltrúi Ungmennaráðs í Þjóðhátíðarnefnd.

    • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

      Íþróttafulltrúi fór yfir stöðu framkvæmda. Stefnt er að opnun salarins 12. apríl en notkun hefjist fyrir páska.

      Nefndin stefnir að því að skoða salinn í næstu viku.

    • 1510105 – ÍBH, fundargerð

      Framkvæmdastjóri ÍBH kynnti síðustu fundargerð stjórnar ÍBH.

    Almenn erindi

    • 1801364 – #metoo, íþrótta- og tómstundastarf

      Unnið er að gerð óháðs fagráðs sem er ætlað að taka við erindum, ágreinings- og álitamálum frá íþrótta- og tómstundafélögum í Hafnarfirði varðandi mál sem tengjast ofbeldi, kynferðislegu ofbeldi, siðferðilegum álitamálum og eineltismálum.

      Starfsemi þessa ráðs verði fest inn í samstarfsamning Íþróttabandalagsins og Hafnarfjarðarbæjar.

      Önnur tómstundafélög munu einnig geta nýtt sér óháða fagráðið.

      Búið er að bjóða ÍBH upp á námskeiðið Verndari barna sem Blátt áfram hefur haldið fyrir Hafnarfjarðarbæ í áraraðir þar sem er fjallað um forvarnir gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum.

    • 1611074 – Kynjajafnrétti í íþróttum

      Hildur Þórarinsdóttir sem vann að gerð úttektarinnar kynnti helstu niðurstöður úttektarinnar.

    • 1801552 – Þjóðhátíðardagurinn 2018

      Ungmennaráð hefur tilnefnt fullrúa sinn.

      Vinna mun hefjast við undirbúning.

    • 1803101 – Ársreikningar, félaga- og iðkendatal aðildarfélaga ÍBH starfsárið 2016

      Framkvæmdastjóri ÍBH kynnti yfirlit ársreikninga félaganna fyrir starfsárið 2016 og helstu lykiltölur.

      Skýrslan sýnir nokkuð nákvæmar tölur sem sýna iðkendafjölda og umfang íþróttahreyfingarinnar í Hafnarfirð.

      Framkvæmdastjóra er þökkuð góð kynning.

Ábendingagátt