Íþrótta- og tómstundanefnd

25. apríl 2018 kl. 08:15

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 269

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Ægir Örn Sigurgeirsson varamaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Stefán Örn Gunnlaugsson sat fundinn fyrir hönd Foreldraráðs Hafnarfjarðar og Birta Guðný Árnadóttir fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn og kynnti fundargerðir ráðsins.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Stefán Örn Gunnlaugsson sat fundinn fyrir hönd Foreldraráðs Hafnarfjarðar og Birta Guðný Árnadóttir fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn og kynnti fundargerðir ráðsins.

  1. Fundargerðir

    • 1510105 – ÍBH, fundargerð

      Framkvæmdastjóri ÍBH kynnti síðustu fundargerð stjórnar ÍBH.

      Nefndin fagnar framlagi Íþróttabandalagsins á vel heppnuðum Björtum dögum í Hafnarfirði þar sem fjölbreytt íþróttastarf var kynnt bæjarbúum.

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Birta kynnti 136. fundargerð UMH og lagði fram leiðrétta fundargerð nr. 135.

    • 1712172 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins, fundargerðir 2017-2018

      Lögð fram fundargerð skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins nr. 366.

    Almenn erindi

    • 1801552 – Þjóðhátíðardagurinn 2018

      Andri Ómarsson verkefnastjóri mætti á fundinn og ræddi um kynningarmál og hátíðarhöldin.

      Farið yfir stöðu verkefnisins.

    • 1804290 – Bæjarráð, styrkur, bátakaup, umsókn

      Siglingaklúbburinn Þytur leggur fram ósk um stuðning Hafnarfjarðabæjar vegna bátakaupa.

      Búnaðarkaup og óskir fara í ákveðið ferli.

      Íþróttafulltrúi skal vinna með félaginu leið til að fjölga bátum félagsins.

    • 1411359 – Ásvellir, starfshópur v/uppbyggingar 2015

      Starfshópur um uppbyggingju Ásvalla hefur hætt störfum þegar nýi salurinn var afhendur Hafnarfjarðarbæ þann 12. apríl en í kjölfarið afhendi Hafnarfjarðarbær Haukum húsið til rekstrar.

      Vinnu gengur vel innanhúss og eru örfá frágangsmál ólokin en utanhússvinna lýkur á næstu vikum.

      Íþrótta- og tómstundanefnd óskar Hafnfirðingum til hamingju með vel heppnað íþróttahús.

    • 1804389 – Breytingar á Andrasal

      Lagt fram bréf Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar varðandi Andrasal í Bjarkahúsinu.

      Íþróttafulltrúa falið að vinna áfram að málinu með málsaðilum.

    • 1804411 – Afnot af Hamranesvelli fyrir bogfimi

      Lagt fram bréf frá Sveini Stefánssyni þar sem hann fjallar um hvort bogfimimenn geti fengið fasta aðstöðu á Hamranesvelli og veltir því upp hvort ekki eigi að vera til bogfimifélag í Hafnarfirði.

      Bent er á að hægt sé að stofna bogfimifélag í Hafnarfirði, það er ekki hlutverk nefndarinnar en bent er á að ÍBH getur veitt leiðbeiningar.

      Ekki er hægt að festa fasta aðstöðu fyrir bogfimimenn á svæðinu á meðan félagið er ekki hluti af ÍBH.

Ábendingagátt