Íþrótta- og tómstundanefnd

9. maí 2018 kl. 08:15

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 270

Mætt til fundar

  • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður
  • Guðbjörg Norðfjörð Elíasdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ísold Pétursdóttir sat fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs Hafnarfjarðar og Stefán Már Gunnlaugsson fyrir hönd foreldraráðs Hafnarfjarðar.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Ísold Pétursdóttir sat fundinn fyrir hönd Ungmennaráðs Hafnarfjarðar og Stefán Már Gunnlaugsson fyrir hönd foreldraráðs Hafnarfjarðar.

  1. Almenn erindi

    • 1801552 – Þjóðhátíðardagurinn 2018

      Farið yfir stöðuna vegna undirbúnings dagskrár á 17. júní.

    • 1801551 – Vinnuskóli, sumarstörf 2018

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir stöðuna varðandi sumarstörf.

      Ráðningar vegna sumarstarfsa 17 ára og eldri er að mestu lokið. Vinna hófst í vikunni við að þrífa miðbæinn.

      Umsóknarferli fyrir unglingadeildarnemendur er í fullum gangi núna og lýkur um næstu helgi.

      Umsóknarfjöldi yngri aldurshópa er ekki nægjanlegur miða við verkefni Vinnuskólans og ef ekki næst að ná sambærilegum fjölda unglinga í vinnu og unnu í Vinnuskólanum í fyrra skulu starfsmenn Vinnuskóla Hafnarfjarðar fara í skóla bæjarins og kynna vinnuna fyrir nemendum.

    • 1709700 – Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2017

    Fundargerðir

    Kynningar

    • 1805022 – Frístundaheimili, foreldrakönnun 2018

      Kynnt niðurstaða könnunar varðandi viðhorf foreldra til þjónustu frístundaheimila. Þessar kannanir eru gerðar af Hafnarfjarðarbæ og eru lagðar fyrir foreldra fjögurra yngstu árganga grunnskóla Hafnarfjarðarbæjar.

      Greinilegt er að foreldrar eru mun ánægðari með þjónustuna í ár en í fyrra. Nefndin þakkar starfsmönnum frístundaheimila fyrir vel unnin störf og hvetjur stjórnendur frístundastarfsins viðhalda þessari góðu niðurstöðu.

    • 1804352 – Vímuefnaneysla ungs fólks 2018

      Lögð fram skýrsla frá Rannsóknum og greiningu um vímuefnaneyslu unglinga í Hafnarfirði.

      Nefndin hefur áhyggjur af þróun fíkniefnaneyslu meðal barna og horfir sérstaklega á marijúananeyslu og rafrettunotkun.

      Nefndin fagnar því að fræðsluráð ákvað að greina betur þessi gögn þannig að hægt sé að vinna að forvörnum á skilvirkan hátt.

      Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir að fá nánari kynningu á skjánotkun unglinga og frekari upplýsingar um stöðu barna af erlendu bergi brotnu.

      Fulltrúi foreldra hvetur Hafnarfjarðarbæ að semja við Foreldrahús þannig að fjölskyldur í Hafnarfirði hafi sama aðgengi að sálfræði- og vímuefnaráðgjöf Foreldrahús og íbúar í nágrannasveitarfélögum

    Umsóknir

    • 1803260 – Tímaúthlutun til ÍBH 2018-2019

      Lögð fram beiðni Íþróttabandalags Hafnarfjarðar um að fá alla íþróttasali frá klukkan 15.00 á virkum dögum frá og með tímaúthlutun ágúst 2019 – maí 2020 svo allar íþróttagreinar bæjarins eigi möguleika á því að taka við börnum úr frístundaakstri Hafnarfjarðarbæjar.

      Íþróttafulltrúa falið að leita leiða varðandi úthlutun í Íþróttahúsi Strandgötu.

Ábendingagátt