Íþrótta- og tómstundanefnd

18. maí 2018 kl. 08:15

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 271

Mætt til fundar

 • Karólína Helga Símonardóttir aðalmaður
 • Guðbjörg Oddný Jónasdóttir aðalmaður

Stefán Örn Gunnlaugsson sat fundinn fyrir hönd Foreldraráðs Hafnarfjarðar og Birta Guðný Árnadóttir fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn og kynnti fundargerðir ráðsins.

Ritari

 • Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi

Stefán Örn Gunnlaugsson sat fundinn fyrir hönd Foreldraráðs Hafnarfjarðar og Birta Guðný Árnadóttir fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn og kynnti fundargerðir ráðsins.

 1. Almenn erindi

  • 1706132 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, nýr samstarfssamningur

   Lagt fram svar ÍBH varðandi útfærslu á viðauka við samstarfsaming Hafnarfjarðarbæjar og ÍBH

   Tillaga ÍTH er að Viðauki 1 verði:

   Nýframkvæmdir íþróttamannvirkja ? ferlar (þetta er viðauki eða fylgiskjal við samstarfsamning við ÍBH)
   Hlutdeild Hafnarfjarðarbæjar vegna nýbyggingar íþróttamannvirkja getur orðið allt að 100% en heimilt er að semja við íþróttafélög innan ÍBH um hlutdeild og lægra framlag Hafnarfjarðarbæjar.
   Þegar ákvörðun um að fara í viðræður við íþróttafélag um nýframkvæmd hefur verið tekin skal fara af stað greining íþróttafulltrúa á óskum félagsins um framkvæmdina, hvort framkvæmt er í takt við forgangslista ÍBH, þörfina og mat á hver hlutdeild Hafnarfjarðar yrði í framkvæmdinni.
   Við úttektina skal m.a. skoða eftirfarandi þætti:
   Fjöldi iðkenda hjá deild/félagi, aldur þeirra og æfingatími.
   Tegund og stærð mannvirkja sem félagið/deild nýtir til iðkunar.
   Ræða við sérsamband, önnur sambærileg íþróttafélög og sveitarfélög sem hafa farið í sambærilega framkvæmd.
   Kröfur um tegund æfingarsvæða, keppnisrými og annarra þarfa.
   Nýting á mannvirkjum sem félagið/deild hefur til umráða, á hvaða tímum og á hvaða hátt mannvirki er nýtt til æfinga.
   Möguleika á að nýta önnur íþróttamannvirki undir greinina.

   Íþróttamannvirki þarf að uppfylla eftirfarandi viðmið til að Hafnarfjarðarbær kosti framkvæmd að öllu leiti:
   ? Íþróttamannvirki er notað undir íþróttakennslu á skólatíma á veturna eða íþróttakynningar fyrir börn
   ? Nýting mannvirkis skal vera minnst 50 klst. á viku
   ? Íþróttamannvirki nýtist sem almenningsíþróttasvæði fyrir aðra en félagsmenn og eykur framboð á heilsueflingu
   ? Íþróttamannvirki nýtist mjög vel fyrir æfingar barna og unglinga og hlutfall skráðra iðkenda yngri en 18 ára skal vera 60% hið minnsta
   ? Íþróttamannvirki fer takmarkað í útleigu til þriðja aðila

   Íþróttamannvirki þarf að uppfylla eftirfarandi viðmið til að Hafnarfjarðarbær kosti framkvæmd að 90% og íþróttafélag 10%.
   ? Íþróttamannvirki er notað að hluta undir íþróttakennslu á veturna eða íþróttakynningar fyrir börn
   ? Íþróttamannvirki nýtist sem almenningsíþróttasvæði
   ? Íþróttamannvirki eykur framboð á heilsueflingu fyrir aðra en félagsmenn
   ? Íþróttamannvirki nýtist vel fyrir æfingar barna og unglinga og hlutfall skráðra iðkenda yngri en 18 ára skal vera 20% hið minnsta

   Íþróttamannvirki þarf að uppfylla eftirfarandi viðmið til að Hafnarfjarðarbær kosti framkvæmd 80% og íþróttafélag 20%. :
   ? Íþróttamannvirki er fyrst og fremst ætlað fullorðnu fólki
   ? Íþróttamannvirki nýtist að einhverju leiti fyrir æfingar barna og unglinga og hlutfall skráðra iðkenda yngri en 18 ára er 8% eða lærra hlutfall m.a. vegna öryggisreglna íþróttagreinar og kostnaðarmikils búnaðar.
   ? Íþróttamannvirki fyrst og fremst ætluð meistaraflokki félaganna
   ? Auðvelt er að afla tekna með því að leigja það út eða selja aðgang
   ? Barna og unglingastarf fer takmarkað fram í íþróttamannvirkinu
   Þegar búið er að meta aðstöðuna hjá félagi/iðkendum og greina nýtingu mannvirkja og niðurstaða liggur fyrir skal henni skilað til bæjarráðs.

  • 1801551 – Vinnuskóli, sumarstörf 2018

   Umsóknarfrestur er framlengdur til 21. maí fyrir nemendur úr 8. – 10. bekk og yfirflokkstjórar Vinnuskólans fara í unglingabekki með kynningu á starfinu.

  • 1601218 – Opnunartími sundlauga

   Íþróttafulltrúi kynnti hver opnunartíminn er í dag og metið verður í sumar hvernig nýting sundlauganna er milli 8 og 9 á morgnanna um helgar.

   Í Suðurbæjarlaug og Ásvallalaug er sami opnunartími:
   Mán-fim 6:30-22:00
   Föstudaga 6:30-20:00
   Laugardaga 8:00-18:00
   Sunnudaga 8:00-17:00

   Í Sundhöll Hafnarfjarðar er ekki opið um helgar en virka daga frá 6:30-21:00

   Jafnframt hefur verið aukin opnun á rauðum dögum eins og Föstud.langa, Páskasunnud., Hvítasunnud., 2. í jólum og lengd opnun á aðfangadag og gamlársdag.

   Sérstök sumaropnun verður í Suðurbæjarlaug á sunnudögum frá byrjun júní og fram í byrjun ágúst, laugin verður opin til kl. 21.00 þessa daga.

  • 1801552 – Þjóðhátíðardagurinn 2018

   Dagskrá á aðalsviði er að mestu klár. Undirbúningur á minni sviðum er enn í vinnslu og unnið er að því að móta aðra viðburði í miðbænum.

   Næsti fundur Þjóðhátíðarnefndar verður miðvikudagsmorgun 6. júní kl. 8:15

  • 1611074 – Kynjajafnrétti í íþróttum

   Lögð fram skýrsla ÍTH um kynjajafnrétti í íþróttum í Hafnarfirði.

   Í skýrslunni kemur fram að ekki öll félög/deildir notast við jafnréttisstefnu og jafnframt kemur fram að sum félög og deildir sem að styðjast við jafnréttisstefnu fari ekki að fullu eftir þeim. Því miður virðist vera eins og að jafnréttisstefnan sé aðeins til sýnis. Ítrekað kom fram í svörum frá félögunum/deildunum að það væri alveg óþarfi að fara í átaksverkefni eða gera mælingar á kynjahlutfalli iðkenda eða jafnréttisstefnunni vegna þess að það væru allir jafnir.
   Það dugar ekki að hafa jafnréttisstefnu ef félag/deild telur að það þurfi ekki að styðjast við jafnréttisstefnu og nota hana sem tól/verkfæri til þess að ná fram sem mestum jöfnuði í starfi félaganna. Það verður áhugavert að sjá hvernig mál þróast og hvort að árangur náist í jafnréttismálum innan íþróttafélaga Hafnarfjarðar þar sem það á við. Í svörum frá íþróttafélögunum má greina að jafnréttisfræðsla er ábótavant og má þar margt bæta. Einnig kom fram að félög hafa ekki alltaf tök á að fara á að fara í hin ýmsu átaksverkefni vegna skorts á fjármagni. Það ætti ekki að vera til fyrirstöðu fyrir félögin að halda jafnréttisfræðslu.

   Það eru líka margt sem er jákvætt, æfingatímum er vel/ágætlega skipt upp á milli kynja og aldursflokka, og samkvæmt svörum frá félögunum/deildunum þá fara laun ekki eftir kyni heldur reynslu og menntun og jafnt aðgengi er að endurmenntun. Félögin eru meðvituð um bæði kynin séu jafn áberandi í fræðslu- og kynningarefni sem koma frá félögunum/deildunum og jafnframt er jafnræði í verðlaunum. Einnig kom fram misræmi milli kynningu deilda innan félaga, sumar fara í skóla til þess að kynna starfið sitt á meðan aðrar telja það bannað. Það þarf að samræma aðgengi tómstunda- og íþróttafélaga að kynningu til barna í bæjarfélaginu. Jafnræði verður líka að vera í aðgengi að kynningarefni og kynningum.

   Í flestum boltaíþróttum er kynjahlutfallið iðkenda um 60%/40% þar sem kvenkyns iðkendur eru í minnihluta. Það er á ábyrgð þeirra félaga að jafna það kynjahlutfall og vinna með styrkingu á kvennaflokkum félaganna. Það er jákvætt að félögin flest eru meðvituð um mikilvægi jafnréttisáætlana og að setja sér stefnu í jafnréttismálum. Sum sérgreinasamböndin viðrast halda vel utan um sín félög, eins og Frjálsíþróttasambandið með launatöflum og öðrum viðmiðum. Það þarf að styðja íþróttafélögin í því að koma á á virkum jafnréttisáætlunum. Íþróttabandlag Hafnarfjarðar, Íþrótta- og tómstundanefnd, Íþróttafulltrúa Hafnarfjarðar, ÍSÍ, sérgreinasamböndin og íþróttafélögin verða vinna saman að því að hvert eitt og einasta félaga setji sér skýrar siðareglur og jafnréttisáætlun. Að þessum stefnum sé fylgt eftir með mælingum og áætlunum. Hafnarfjarðarbær hefur stigið fyrsta skrefið í þá átt með ákvörðun Bæjarstjórnar að setja á laggirnar óháð fagráð.

   Íþrótta- og tómstundanefnd vísar málinu til bæjarstjórnar og nefndin leggur til að bæjarstjórn skilyrði fjármagn til íþróttafélaga til að tryggja unnið sé eftir virkum jafnréttisáætlunum.

  Umsóknir

  • 1805280 – Styrkumsókn vegna ungmennaleikhúss

   Lögð fram umsókn vegna hugmynda um unglingaleikhússtarf Gaflaraleikhúss

   Nefndin tekur vel í erindið og beinir verkefninu til íþrótta- og tómstundafulltrúa til skoðunar.

   Næsta Íþrótta- og tómstundanefnd þarf að huga að því að endurvekja Tómstundabandalag Hafnarfjarðar og með því skapa öðrum félögum umgjörð og samstarfsvettvang við Hafnarfjarðarbæ.

  Fundargerðir

Ábendingagátt