Íþrótta- og tómstundanefnd

19. september 2018 kl. 15:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 276

Mætt til fundar

 • Brynjar Þór Gestsson aðalmaður
 • Tinna Hallbergsdóttir aðalmaður
 • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Geir Bjarnason starfsmaður

Birta Guðný Árnadóttir fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn fyrir Ungmennaráð Hafnarfjarðar. Stefán Már Gunnlaugsson sat fundinn fyrir hönd foreldraráðs Hafnarfjarðar.[line]

Ritari

 • Sunna Magnúsdóttir

Birta Guðný Árnadóttir fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sat fundinn fyrir Ungmennaráð Hafnarfjarðar. Stefán Már Gunnlaugsson sat fundinn fyrir hönd foreldraráðs Hafnarfjarðar.[line]

 1. Almenn erindi

  • 1706132 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, nýr samstarfssamningur

   Lögð fram drög að nýjum samstarfssamningi við Íþróttabandalag Hafnarfjarðar þar sem tekið er tillit til óska íþróttabandalagsins vegna skilgreininga viðmiða varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja.

   Drög send til ÍBH til umsagnar.

  • 1709653 – Fimleikafélagið Björk, húsnæðismál

   Á fundi bæjarráðs þ. 13. september sl. var eftirfarandi tekið fyrir:

   1709653 – Fimleikafélagið Björk, húsnæðismál

   Lagt fram erindi frá Fimleikafélaginu Björk dags. 31.ágúst sl. varðandi húsnæðismál félagsins.

   Bæjarráð leggur áherslu á að húsnæðismál Fimleikafélagsins Björk og Dansíþróttafélags Hafnarfjarðar verði leyst hið fyrsta. Erindinu vísað til ÍTH og umhverfis- og framkvæmdaráðs.

   Farið yfir húsnæðismál Bjarkanna og Dansíþróttafélagsins.

   Fyrirliggur samkomulag um skiptingu Andrasalar sem bæði félögin samþykktu í maí 2017. Nefndin leggur til að nýta þau mannvirki sem bæjarfélagið á til þess að leysa vandann.
   Nefndin stefnir á vettvangsferð til Bjarkanna og DÍH á næsta fundi.

  • 1411359 – Ásvellir, uppbygging

   Lagt fram erindi frá Knattspyrnufélaginu Haukum um áhorfendabekki í Ólafssal en óskað er eftir umsögn íþrótta- og tómstundafulltrúa um málið.

   Nefndin tekur vel í hugmyndina og felur Íþróttafulltrúa að gera umsögn.

  • 1203103 – Erindisbréf fyrir Íþrótta og tómstundanefnd

   Farið yfir erindisbréf og helstu verkefni sem tengjast Íþrótta- og tómstundanefnd.

  • 1809308 – Bogfimifélagið Hrói Höttur, stofnun

   Lagt fram erindi frá nýstofnuðu íþróttafélagi í Hafnarfirði, Bogfimifélagið Hrói Höttur þar sem þeir óska eftir samstarfi og stuðningi við félagið.

  • 1807194 – Samningur um búnaðarkaup, siglingaklúbburinn Þytur

   Nefndin tekur jákvætt í erindi Þyts og beinir því til umhverfis og framkvæmdaráðs.

  Fundargerðir

  Umsóknir

  Kynningar

  • 1803304 – Frístundaakstur haust 2018

   Rekstrarstjóri ÍTH fór yfir hvernig gengið hefur fyrstu vikur frístundaaksturins í haust.

Ábendingagátt