Íþrótta- og tómstundanefnd

15. október 2018 kl. 15:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 278

Mætt til fundar

 • Brynjar Þór Gestsson aðalmaður
 • Tinna Hallbergsdóttir aðalmaður
 • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi
 • Geir Bjarnason starfsmaður

Ritari

 • Geir Bjarnason
 1. Almenn erindi

  • 1612327 – Þjónustusamningur við ÍBH

   Samningur við ÍBH um þjónustu bandalagsins vísað til fræðsluráðs til samþykktar.

  • 1809417 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB), kjörtímabil 2018 ? 2022

   Lögð fram fundargerð Skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

  • 1706132 – Íþróttabandalag Hafnarfjarðar, nýr samstarfssamningur

   Lagður fram til samþykktar nýr samstarfssamningur milli Hafnarfjarðarbæjar og Íþróttabandalags Hafnarfjarðar.

   Fulltrúi Samfylkingar bókar:

   Á fundi sínum þann 10. maí 2017 samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar tillögu um að framvegis yrði gengið út frá 100% eignarhlut bæjarins í íþróttamannvirkjum sem byggð yrðu með þátttöku sveitarfélagsins. Í tillögunni fólst að undirbúa ætti nýjan samstarfssamning þar sem kveðið yrði á um þessa breyttu stefnu bæjarins. Í greinargerð sem fylgdi með tillögunni var gerð nánari grein fyrir tillögunni m.a. um að með henni væri aukið jafnræði meðal félaga og deilda innan íþróttahreyfingarinnar.

   Í fyrirliggjandi drögum kveður við annan tón, og í stað þess að tala um að gengið verði út frá 100% eignarhlut segir að eignarhlutur bæjarins geti orðið allt að 100%. Þar sem um er að ræða stefnubreytingu á áður samþykktri tillögu í bæjarstjórn er nauðsynlegt að bæjarstjórn fjalli um málið og taki afstöðu til þessarar breytingar.

   Samningur samþykktur með atkvæðum meirihlutans og fulltrúi minnihlutans situr hjá. Málinu vísað til fræðsluráðs til samþykktar.

  • 1709653 – Fimleikafélagið Björk, húsnæðismál

   Unnið verður eftir forgangsröðun ÍBH og skal horfa til þess við gerð fjárhagsáætlunar.

  • 1203103 – Erindisbréf fyrir Íþrótta og tómstundanefnd

   Erindisbréf nefndarinnar er frá því árið 2012 og í því er gert ráð fyrir að nefndin sé undirnefnd fjölskylduráðs.

   Uppfæra þarf erindisbréfið í takt við skipulagsbreytingar frá árinu 2015.

  • 1809308 – Bogfimifélagið Hrói Höttur, stofnun

   Nefndin ákveður að styðja við kaup á stofnbúnaði vegna bogfimifélagsins.

   Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ræða við forsvarsmenn félagsins og móta tillögu að gerð samning við félagið frá næstu áramótum.

  • 1810170 – Heimsókn á félagssvæði Kvartmíluklúbbsins

   Kvartmíluklúbburinn býður fulltrúum Hafnarfjarðarbæjar í heimsókn þann 24. október 2018

  Fundargerðir

  Umsóknir

Ábendingagátt