Íþrótta- og tómstundanefnd

31. október 2018 kl. 15:00

Sjá fundargerðarbók

Fundur 279

Mætt til fundar

  • Brynjar Þór Gestsson aðalmaður
  • Tinna Hallbergsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Linda Hildur Leifsdóttir, fagstjóri frístundastarfs var með hópum í fyrstu tveimur heimsóknunum.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Linda Hildur Leifsdóttir, fagstjóri frístundastarfs var með hópum í fyrstu tveimur heimsóknunum.

  1. Kynningar

    • 1810070 – Heimsókn til íþrótta- og tómstundafélaga

      Heimsóttir voru þrír staðir. Fyrsti staður var Víðistaðaskóli þar sem Frístundaheimilið Hraunkot og félagsmiðstöðin Hraunið voru skoðuð. Kristjana Jockumsen deildarstjóri Frístundamiðstöðvar Víðistaðskóla tók á móti okkur. Næsti staður var Lækjarskóli þar sem Frístundaheimilið Lækjarsel og félagsmiðstöðin Vitinn voru skoðuð. Einnig fór hópurinn yfir í Menntasetrið við Lækinn þar sem Frístundaheimilið hefur einnig aðsetur. Hrund Scheving deildarstjóri Frístundamiðstöðva Lækjarskóla tók á móti okkur.
      Þriðji staðurinn var Íþróttahúsið við Strandgötu. Hörður Þorsteinsson, formaður Badmintonfélags Hafnarfjarðar ásamt allri stjórn BH tók á móti nefndinni og fór yfir starfsemi félagsins í húsinu og óskir.

Ábendingagátt