Íþrótta- og tómstundanefnd

6. febrúar 2019 kl. 15:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 284

Mætt til fundar

 • Tinna Hallbergsdóttir aðalmaður
 • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
 • Einar Baldvin Brimar Þórðarson varamaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Farið yfir fundargerð síðasta fundar.

Birta Guðný fulltrúi ungmennaráðs og Ólafur Þórðarson fulltrúi foreldrafélags Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Ritari

 • Geir Bjarnason

Farið yfir fundargerð síðasta fundar.

Birta Guðný fulltrúi ungmennaráðs og Ólafur Þórðarson fulltrúi foreldrafélags Hafnarfjarðar sátu fundinn.

 1. Kynningar

  • 1803304 – Frístundaakstur haust 2018

   Rekstarstjóri fór yfir hvernig frístundaaksturinn gengur á nýju ári.

   Sunnu Magnúsdóttur var þakkað fyrir kynninguna.

  • 1809223 – Heimsókn til íþrótta- og tómstundafélaga

   Næsti fundur nefndarinnar verður þann 20. febrúar og heimsótt verða Knattspyrnufélagið Haukar að Ásvöllum og Sundfélag Hafnarfjarðar og Íþróttafélagið Fjörður í Ásvallalaug en einnig er stefnt að því að nefndin fái kynningu á daglegu starfi sundlaugarinnar.

  • 1901300 – Frístundastyrkur 2018

   Sunna Magnúsdóttir rekstrarstjóri ÍTH kynnti yfirlit yfir frístundastyrkinn fyrir árið 2018.

   Fyrir liggur tillaga um að hækka styrkinn næsta haust úr 4000 kr. á mánuði í 4500 kr.

   Sunnu Magnúsdóttur þakkað fyrir kynninguna.

  • 1801552 – Þjóðhátíðardagurinn 2018

   Starfshópur um 17. júní hefur hafið störf. Grunnhugmynd hópsins kynnt.

   Samþykkt.

  Fundargerðir

  • 1809417 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB), kjörtímabil 2018-2022, samstarfssamningur

   Farið yfir nýjustu fundargerð Skíðasvæðis höfuðborgarsvæðisins.

  • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

   Birta Guðný, fulltrúi ungmennaráðs fór yfir nýjustu fundargerðir Ungmennaráðs.

  • 1809291 – Fundargerðir ÍBH 2018-2019

   Elísabet Ólafsdóttir fór yfir nýjustu fundargerð ÍBH.

  Almenn erindi

  • 1901298 – Vinnuskóli 2019

   Kynnt drög að ráðningaferli vegna Vinnuskóla og sumarvinnu hjá Hafnarfjarðarbæ næsta sumar.

   Samþykkt.

  • 1901303 – Kynning á íþrótta- og tómstundastarfi í Hafnarfirði

   Hvernig er kynningarstarfi á íþrótta- og tómstundastarfi háttað í Hafnarfirði fyrir foreldra og börn?

   Íþrótta- og tómstundafulltrúa ásamt rekstrarstjóra er falið að skoða hvaða leiðir er hægt að fara til að kynna íþrótta- og tómstundastarf fyrir foreldum og börnum.

  • 18129640 – Ásvallalaug, viðhald

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn fræðslu- og frístundaþjónustu varðandi tímasetningu á endurbótum sem standa fyrir dyrum á sundlaugargólfi Ásvallalaugar, sem áætlað er að taki að minnsta kosti fjóra mánuði, þannig að skóla- og íþróttastarf raskist sem minnst.

   Íþróttafulltrúa falið að leita eftir viðbrögðum SH og Fjarðar um málið svo og forstöðumanni sundstaða í Hafnarfirði.

   Íþrótta- og tómstundanefnd leggur áherslu á að tryggja þurfi öryggi sundgesta og óskar eftir því að umsögnin miði að því.

  • 1901135 – Frítt í sund fyrir yngri en 18 ára

   Á síðasta fræðsluráðsfundi var samþykkt að vísa til íþrótta- og tómstundanefndar til umsagnar tillögu um að hafa frítt í sund fyrir yngri en 18 ára en í dag er frítt fyrir 10 ára og yngri.

   Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kynna sér hvernig sambærilegt verkefni var unnið hjá Kópavogi og reynslu þeirra.

  • 1611074 – Kynjajafnrétti í íþróttum

   Rætt um hvernig er hægt að hrinda ákvæðum í samningi Hafnarfjarðarbæjar og íþróttafélaganna í framkvæmd er varða jafnrétti í íþróttastarfi.

   Íþrótta- og tómstundafulltrúa ásamt rekstrarstjóra falið að skoða hvernig hægt er að tryggja að farið sé eftir gæðaviðmiðum í þjónustusamningum íþróttafélaga og Hafnarfjarðarbæjar.

  • 1902030 – Óháð fagráð

   Farið yfir drög að verklagsreglum óháðs fagráðs ásamt athugasemdum ÍBH.

   Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir að óháða fagráðið taki til skoðunar að veita einnig ráðgjöf í málum fullorðinna einstaklinga með fötlun, í ljósi þess að einstaklingar með fötlun eru tölfræðilega líklegri til þess að verða fyrir áföllum.

  Umsóknir

  • 1901511 – Siglingaklúbburinn Þytur, styrkumsókn

   Á fundi bæjarráðs Hafnarfjarðar 31.janúar var lagður fram tölvupóstur frá formanni Sigligngaklúbbsins Þyts þar sem óskað er eftir styrk til að hjálmvæða barnastarf siglingaklúbbsins.

   Erindi lagt fram.

Ábendingagátt