Íþrótta- og tómstundanefnd

6. mars 2019 kl. 15:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 286

Mætt til fundar

  • Tinna Hallbergsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Birta Guðný fulltrúi ungmennaráðs og Helga Birna Gunnarsdóttir fulltrúi foreldraráðs sátu fundinn.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Birta Guðný fulltrúi ungmennaráðs og Helga Birna Gunnarsdóttir fulltrúi foreldraráðs sátu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1807194 – Siglingaklúbburinn Þytur, samningur um búnaðarkaup

      Siglingaklubburinn Þytur hefur fengið úthlutaðann styrk til búnaðarkaupa fyrir árið 2019 sem fer í það að hjálmavæða barnastarfið.

      Samþykkt í samræmi við fjárheimildir til búnaðarkaupa.

    • 18129640 – Ásvallalaug, viðhald

      Fulltrúar notenda laugarinnar; forstöðumaður sundstaða, fulltrúar Sundfélags Hafnarfjarðar og Íþróttafélagsinins Fjarðar eru sammála því að verkið ætti að vinnast frá loka maí fram í lok ágúst.

    Kynningar

    • 1902158 – Vinnuskóli fyrir ungmenni, niðurstöður könnunar

      Kynning á skýrslu frá umboðsmanni barna. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að meirihluta ungmenna á aldrinum 13-15 ára stendur til boða starf í vinnuskóla sveitarfélaga eða um 95%. Í ljós kom að talsverður munur er á þeim launum sem ungmennum eru greidd fyrir starf í vinnuskólanum og veita fæst sveitarfélögin ungmennum endurgjöf að starfi loknu þrátt fyrir að megintilgangur vinnuskólans sé að veita þeim undirbúning fyrir þátttöku á almennum vinnumarkaði.

      https://barn.is/media/580553/skyrsla-um-vinnuskolann_vefutgafa.pdf

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa ásamt rekstrarstjóra að útbúa hæfniviðmið svo hægt sé að veita starfsmönnum umsögn í lok sumars. Auk þess vinna að áhættumati fyrir vinnuskólann.

    • 1812077 – Heilsa og lífskjör skólanema á Íslandi, niðurstöðuskýrsla

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi fór yfir skýrsluna Heilsa og lífskjör skólanema á Íslandi.

      Íþrótta- og tómstundanefnd beinir því til fræðsluráðs að skoða hvernig kynfræðslu til grunnskólabarna er háttað í ljósi vísbendinga sem fram koma í meðfylgjandi skýrslu um kynhegðun grunnskólabarna í Hafnarfirði.

    • 1901303 – Kynning á íþrótta- og tómstundastarfi í Hafnarfirði

      Á 284 fundi ÍTH nefndarinnar sem haldinn var 6.febrúar var íþrótta- og tómstundafulltrúa ásamt rekstrarstjóra falið að skoða hvaða leiðir hægt er að nota til að kynna íþrótta- og tómstundastarf fyrir foreldra og börn í Hafnarfirði.

      Í dag fer mest öll kynning fram á heimasíðum félaganna sjálfra. Vefurinn fristund.is hefur verið notaður fyrir sumarstarfssemi á vegum Hafnarfjarðarbæjar. Unnið er að undirsíðu á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar þar sem heimasíðum íþrótta- og tómstundafélaga er öllum safnað saman.

      TUFF íþróttaverkefnið er í vinnslu, beðið eftir svörum frá Kópavogsbæ sem eru að innleiða verkefnið.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa er falið að halda áfram þessari vinnu en hafa jafnframt í huga þarfir erlendra barna á fræðslu.

    • 1611074 – Kynjajafnrétti í íþróttum

      Drög að bréfi til íþróttafélaganna lagt fram til kynningar.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að halda áfram þessari vinnu.

    Umsóknir

    • 1902126 – Nordjobb, sumarstörf 2019

      Lagt fram.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að svara jákvætt og bjóða nemendum vinnu hjá Vinnuskólanum líkt og undanfarin ár.

    Fundargerðir

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Birta Guðný fór yfir nýjustu fundargerð ungamennaráðs

    • 1809291 – Fundargerðir ÍBH 2018-2019

      Elísabet Ólafsdóttir fór yfir nýjustu fundargerð ÍBH

    • 1809417 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB), kjörtímabil 2018-2022, samstarfssamningur

      Farið yfir nýjustu fundargerð samstarfsnefndar skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að boða fulltrúa Skíðasvæðisins á fund til nefndarinnar í april.

Ábendingagátt