Íþrótta- og tómstundanefnd

27. mars 2019 kl. 15:00

Sjá fundargerðarbók

Fundur 287

Mætt til fundar

 • Brynjar Þór Gestsson aðalmaður
 • Tinna Hallbergsdóttir aðalmaður
 • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
 • Einar Baldvin Brimar Þórðarson varamaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Ritari

 • Geir Bjarnason
 1. Kynningar

  • 1809223 – Heimsókn til íþrótta- og tómstundafélaga

   Heimsóttir voru þrír staðir. Fyrst tóku á móti nefndinni Jelena Kospenda og Ólafur Tryggvi Gíslason hjá Hnefaleikafélagi Hafnarfjarðar, aðstaðan skoðuð og málefni félagsins rædd.

   Næsti viðkomustaður var til Brettafélags Hafnarfjarðar þar sem Jóhann Óskar Borgþórsson formaður og Aðalsteinn Valdimarsson íþróttastjóri BFH fóru yfir starf félagsins, aðstöðu og áskoranir.

   Þriðji staðurinn var Músik og Mótor þar sem Starri Steindórsson og Askur Máni Stefánsson tóku á móti nefndinni. Aðstaðan skoðuð og farið yfir starfsemi M&M.

  Almenn erindi

  • 1708289 – Rekstur íþróttahúss

   Tekið upp erindi Badmintonfélags Hafnarfjarðar um að taka að sér rekstur íþróttahússins við Strandgötu.

   Afgreiðslu frestað til næsta fundar.

  • 1903514 – Frístundaheimili, úttekt á aðstöðu og búnaði

   Á 280.fundi Íþrótta- og tómstundanefndar var eftirfarandi bókað: ÍTH nefndin óskar eftir samanburðarskýrslu milli Tómstundamiðstöðva þar sem svæðin eru borin saman, fjöldatölur og aðrar lykilupplýsingar.

   Íþrótta- og tómstundanefnd ákvað að fela íþrótta- og tómstundafulltrúa, fagstjóra frístundastarfs og rekstrarstjóra að taka saman helstu lykiltölur.

Ábendingagátt