Íþrótta- og tómstundanefnd

2. maí 2019 kl. 15:00

Sjá fundargerðarbók

Fundur 290

Mætt til fundar

  • Brynjar Þór Gestsson aðalmaður
  • Tinna Hallbergsdóttir aðalmaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður

Eva Rut fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar og Helga Birna fulltrui foreldrafélags Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Fundurinn var haldinn í Hamrinum, ungmennahúsi Hafnarfjarðar.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Eva Rut fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar og Helga Birna fulltrui foreldrafélags Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Fundurinn var haldinn í Hamrinum, ungmennahúsi Hafnarfjarðar.

  1. Almenn erindi

    • 1702357 – Eftirlitsnefnd með fjármálum íþrótta- og æskulýðsfélaga

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti að bæjarráð hefði endurskipað endurskoðendur eftirlitsnefndar með fjármál íþrótta- og æskulýðsfélaga til tveggja ára.

    • 1606222 – Brettafélagið, húsnæðismál og framtíðarsýn

      Lögð fram framtíðarsýn og þarfagreining Brettafélags Hafnarfjarðar á húsnæðismálum félagsins.

      Nefndin tekur vel í framtíðarsýn og hugmyndir Brettafélagsins og vísar erindinu til skipulags- og byggingaráðs.

    • 1904280 – Kvartmíluklúbburinn, unglingastarf og rafíþróttir, erindi

      Lagt fram erindi frá Kvartmíluklúbbnum varðandi rafíþróttir og akstursherma.

    Fundargerðir

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Eva Rut fór yfir nýjustu fundargerðir Ungmennaráðs.

    • 1809291 – Fundargerðir ÍBH 2018-2019

      Frestað til næsta fundar.

    Umsóknir

    • 1904177 – Dýfingalaug í keppnisstærð við Ásvallalaug

      Lagt fram erindi Sundfélags Hafnarfjarðar varðandi dýfingarlaug í keppnisstærð í Ásvallalaug.

      Erindi vísað til Íþróttabandalags Hafnarfjarðar.

    • 1904007 – Umsókn um æfingaaðstöðu

      Mál frá síðasta fundi nefndarinnar tekið til afgreiðslu.

      ÍTH nefndin tekur vel í erindið og vísar því til úrvinnslu hjá Umhverfis- og skipulagssviði.

    Kynningar

    • 1901036 – Þjóðhátíðardagur 2019

      Farið var yfir hugmyndir og dagskrá á þjóðhátíðardaginn 2019.

    • 1804225 – Ungmennahús

      John Bond, verkefnastjóri Hamarsins fór yfir starfsemi ungmennahúsins til þessa ásamt áformum næstu missera.

      Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar John fyrir góða kynningu.

Ábendingagátt