Íþrótta- og tómstundanefnd

21. ágúst 2019 kl. 15:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 295

Mætt til fundar

 • Brynjar Þór Gestsson aðalmaður
 • Tinna Hallbergsdóttir aðalmaður
 • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn.

Ritari

 • Sunna Magnúsdóttir

Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi sat fundinn.

 1. Kynningar

  • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

   Kosið var í ráð og nefndir til eins árs á fundi Bæjarstjórnar þann 26. júní sl.:

   Íþrótta og tómstundanefnd:
   Brynjar Þór Gestsson, formaður Strandgötu 27
   Tinna Hallbergsdóttir, varaformaður Blikaási 25
   Sigríður Ólafsdóttir, Háahvammi 11

   Varamenn:
   Einar Freyr Bergsson, Erluási 3
   Einar Gauti Jóhannsson, Skipalóni 25
   Vilborg Harðardóttir, Stuðlabergi 38

   Allar framangreindar tillögur voru samþykktar samhljóða. Teljast framangreindir því réttkjörnir.

  • 1907341 – Stefnumótun í íþróttamálum

   Lögð fram til kynningar stefnumótun mennta- og menningarmálaráðuneytis í íþróttamálum sem gildir frá 2019 – 2030.

   Stefnan er bæði gefin út útprentuð og rafræn https://www.stjornarradid.is/media/menntamalaraduneyti-media/media/mrn-pdf/stefnumotun_mrn_ithrottir_low.pdf

   Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar nýrri stefnumótun Mennta og menningarmálaráðuneytisins í íþróttamálum og leggur til við fræðsluráð að hún verði lögð til grundvallar við gerð nýrrar menntastefnu Hafnarfjarðar.

  • 1908242 – Kraginn, hæfileikakeppni

   Ósk Kraganefndar lögð fram þar sem óskað er eftir húsnæði á vegum Hafnarfjarðarbæjar til að halda hæfileikakeppni ætlaða ungmennum í Suð-vestur kjördæmi.

   Íþrótta- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna hvort tímasetning stangist á við aðra starfsemi.

  • 1812064 – Hækkun á frístundastyrkjum

   Samþykkt fræðsluráðs um hækkun frístundastyrks úr 4000 í 4500 kr kynnt.

   Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar hækkuninni og telur þetta vera hafnfirskum fjölskyldum til heilla. Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur bæjarráð til þess að samþykkja tillöguna.

  • 1901036 – Þjóðhátíðardagur 2019

   Minnisblað um 17.júní 2019 lagt fram.

  Fundargerðir

  Almenn erindi

  • 1901090 – Frumvarp til laga um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

   Lögð fram til kynningar ný lög um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs.

   https://www.althingi.is/altext/149/s/1533.html

  • 1907208 – Samningur við Sambo

   Drög að samning við Sambo lögð fram.

   Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir samningsdrög fyrir sitt leyti.

  • 1908253 – Staða verkefna ÍTH

   Farið yfir stöðu verkefna ÍTH eftir fyrsta starfsár nefndarinnar.

  • 1908271 – Íslandsmeistaramót í hestaíþróttum

   Hestamannafélagið Sörli óskar eftir styrk vegna Íslandsmóts í hestaíþróttum.

   Íþrótta- og tómstundanefnd hafnar erindinu.

  Umsóknir

  • 1907202 – Styrkumsókn Blakfélags Hafnarfjarðar

   Lagt fram erindi Blakfélags Hafnarfjarðar

   Íþrótta- og tómstundanefnd hvetur stjórn ÍBH til að taka beiðni Blakfélags Hafnarfjarðar til greina og úthluta þeim tímum. Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar stofnun Blakfélagsins sem eykur fjölbreytt framboð íþróttagreina í Hafnarfirði og hvetur félagið til að bjóða upp á barnastarf á næstunni.

Ábendingagátt