Íþrótta- og tómstundanefnd

14. október 2019 kl. 15:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 299

Mætt til fundar

  • Brynjar Þór Gestsson formaður
  • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður

Hrafnkell Marínósson formaður ÍBH og
Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Hrafnkell Marínósson formaður ÍBH og
Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1909262 – Fjárhagsáætlun, ÍTH, 2020

      Umræður um áherslur næsta árs.

    • 1905382 – Frístundaakstur haustið 2019

      Ósk um aðgang að frístundabíl lagt fram.

    • 1910096 – Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar, ósk um fjárhagaðstoð

      Stjórn AÍH óskar eftir aðkomu Hafnarfjarðarbæjar til að greiða útistandandi skuld við Hlaðbæ Colas vegna malbiks viðgerða á akstursbraut félagsins við Krýsuvíkurveg.

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar erindinu til umsagnar íþrótta- og tómstundanefndar.

      Íþrótta- og tómstundanefnd tekur jákvætt í erindið og hvetur Umhverfis- og framkvæmdaráð til að taka þátt í kostnaði eins og hægt er til að styðja við jaðaríþróttir.

    • 1611074 – Kynjajafnrétti í íþróttum

      Umræður

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að ítreka erindið frá því í vor þar sem íþróttafélög eru hvött til að virða viðmið um kyn í samningum milli Hafnarfjarðar og viðkomandi íþróttafélaga.

    • 1910171 – ÍBH, óskir um hækkun í fjárhagsáætlun 2020

      Bréf frá Íþróttabandalagi Hafnarfjarðar lögð fram.

      Íþrótta- og tómstundanefnd vísar erindunum til fjárhagsáætlunargerðar í fræðsluráði.

    Fundargerðir

    Umsóknir

    • 1910114 – Blakfélag Hafnarfjarðar, ósk um samstarf

      Bréf lagt fram.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna að undirbúningi við að gera samning við Blakfélag Hafnarfjarðar.

    Kynningar

    • 1901298 – Vinnuskóli 2019

      Skýrsla Vinnuskólans í Hafnarfirði lögð fram.

    • 18129524 – Starfshópur um forvarnir

      Farið yfir tillögur starfshóps um forvarnir í Hafnarfirði.

      Frestað til næsta fundar.

Ábendingagátt