Íþrótta- og tómstundanefnd

22. janúar 2020 kl. 15:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 305

Mætt til fundar

  • Brynjar Þór Gestsson formaður
  • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður

Hrafnkell Marínósson formaður ÍBH, Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar og Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi foreldrafélags Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Hrafnkell Marínósson formaður ÍBH, Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar og Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi foreldrafélags Hafnarfjarðar sátu fundinn.

  1. Fundargerðir

    Almenn erindi

    • 1912067 – Kaldársel, sumarbúðir, erindi

      Lögð fram skýrsla um Kaldársel auk þakkarbréfs til Hafnarfjarðarbæjar.

      Gert er samkomulag við KFUM-K fyrir hvert sumar þar sem Hafnarfjarðarbær leggur fram stuðning sinn vegna sumarnámskeiða með því að leggja til starfsmenn í gegnum Vinnuskóla Hafnarfjarðar.

      Því verður haldið áfram í ár.

    • 1909444 – Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2019

      Farið yfir hvernig vel heppnuð íþrótta- og viðurkenningarhátíð fór fram þann 27. desember sl.

      Verklagsreglur varðandi val á íþróttaliði, íþróttakarli og íþróttakonu lagðar fram.

      Verklagsreglur verða sendar til Íþróttabandalags Hafnarfjarðar til umsagnar.

      Íþrótta- og tómstundanefnd óskir eftir umsögn ÍBH varðandi veitingu verðlauna fyrir deildarmeistaratitla í efstu deild hverrar íþróttagreinar.

    • 2001110 – Sumarstarf Hafnarfjarðarbæjar 2020

      Lagðar fram reglur um ráðningar fyrir sumarstarfið.

      Samþykkt.

    • 1908304 – Félagshesthús Sörla ósk um stuðning við rekstur

      Erindi tekið upp að nýju.

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að hefja viðræður við Hestamannafélagið Sörla varðandi breytingu á rekstrarsamningi og koma með tillögu að því hvernig hægt sé að styðja við rekstur félagshestshúss.

    • 1911226 – Þjóðhátíðardagur 2020

      Þjóðhátíðardagurinn árið 2020 verður á miðvikudegi þann 17. júní.

      Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa, rekstrarstjóra og fagstjóra frístundastarfs að hefja vinnu við að undirbúa 17.júní 2020. Óskað verður eftir tillögum og síðan umsögn Ungmennaráðs Hafnarfjarðar. Drög að dagskrá verða kynnt á fundi íþrótta- og tómstundanefndar í síðasta lagi í lok april 2020.

    Kynningar

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      Starfshópur um knatthús á Ásvöllum hefur verið skipaður af bæjarráði.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi mun starfa með hópnum.

Ábendingagátt