Íþrótta- og tómstundanefnd

1. apríl 2020 kl. 15:00

á fjarfundi

Fundur 310

Mætt til fundar

  • Brynjar Þór Gestsson formaður
  • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Kristín Ólöf Grétarsdóttir, fulltrúi Foreldraráðs Hafnarfjarðar sat fundinn.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Kristín Ólöf Grétarsdóttir, fulltrúi Foreldraráðs Hafnarfjarðar sat fundinn.

  1. Fundargerðir

    Almenn erindi

    • 2003540 – ÍBH, starfsskýrsla 2019

      Starfsskýrsla ÍBH 2019 lögð fram.

      Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir skýrsluna og góða yfirferð.

    • 2002067 – Viðbragðsáætlun Kórónaveiran

      Farið yfir helstu viðbrögð vegna covid 19 veirunnar.

      Íþrótta- og tómstundanefnd lýsir yfir ánægju sinni með viðbrögð starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar og íþróttafélaga bæjarins.

    • 2003610 – Skíða og snjóbrettasvæði í Hafnarfirði

      Erindi frá Foreldraráði Hafnarfjarðar lagt fram.

      Fulltrúi Foreldraráðs Hafnarfjarðar leggur til að kannaður verði möguleiki á uppbyggingu skíðasvæðis innan bæjarmarka Hafnarfjarðar, sambærilegt og er í Reykjavík.

      Víða í Hafnarfirði erum staðir þar sem auðvelt er að koma fyrir litlu skíðasvæði með diskalyftu sem myndi henta fyrir börn og fjölskyldur sem þyrftu þá ekki að fara um langan veg til að stunda íþróttina. Skíðasvæði myndi einnig auka framboð og afþreyingu útivistar yfir vetrartímann í íþróttabænum Hafnarfirði.

      Íþrótta- og tómstundanefnd tekur vel í erindið sem er til þess fallið að auka hreyfingu og gæðastundir fjölskyldunnar yfir vetrartímann. Erindinu vísað til umhverfis- og framkvæmdaráðs og skipulags- og byggingaráðs.

Ábendingagátt