Íþrótta- og tómstundanefnd

19. ágúst 2020 kl. 15:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 317

Mætt til fundar

  • Brynjar Þór Gestsson formaður
  • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður

Kristín Ólöf Grétarsdóttir, fulltrúi Foreldraráðs Hafnarfjarðar og Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Kristín Ólöf Grétarsdóttir, fulltrúi Foreldraráðs Hafnarfjarðar og Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

  1. Almenn erindi

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Á fundi bæjarstjórnar þ. 24.júní sl.var kosið í ráð og nefndir:

      Íþrótta- og tómstundanefnd
      Aðalmenn:
      Brynjar Þór Gestsson, Strandgötu 27 xB Formaður
      Tinna Hallbergsdóttir, Blikaási 25 xD Varaformaður
      Sigríður Ólafsdóttir, Háahvammi 11 xS Aðalmaður
      Varamenn:
      Einar Freyr Bergsson, Erluási 3 xD Varamaður
      Einar Gauti Jóhannsson, Skipalóni 25 xB Varamaður
      Vilborg Harðardóttir, Stuðlabergin 38 xS Varamaður

    • 2005145 – Sundfélag Hafnarfjarðar, styrkbeiðni

      Sundfélag Hafnarfjarðar óskaði eftir styrk frá Hafnarfjarðarbæ vorið 2020 vegna AMÍ móts. Nefndin óskaði eftir kostnaðaráætlun vegna mótsins.

      Lögð fram kostnaðaráætlun frá félaginu.

      Íþrótta- og tómstundanefnd ákveður að styrkja ekki mótið frekar fjárhagslega.

    • 2005484 – Ungmennaráð, tillögur 2020 - 7. Bláfjallarúta

      Eftirfarandi tillögu ungmennaráðs var vísað til ráðsins frá bæjarstjórn þann 27.5.2020. “Ungmennaráð leggur til að boðið verði upp á rútuferðir frá Firði til Bláfjalla.”

      Umhverfis- og framkvæmdaráð vísar tillögunni til ÍTH á fundi ráðisins 3.6.2020.
      Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir rökstuðningi frá Ungmennaráði og frá Brettafélagi Hafnarfjarðar. Íþróttafulltrúa er falið að kanna kostnað við framkvæmdina.

      Lagt fram jákvætt svar Brettafélagsins en þau erum með fjölmennustu snjóbrettadeild landsins.

      Forsvarsmenn Teits Jónasonar sem sér um akstur frá höfuðborgarsvæðinu taka vel í erindið og telja að allar forsendur sé til staðar að framlengja aksturinn þannig að ekið verði frá Hafnarfirði.

      Notendur munu greiða fyrir aksturinn.

      Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að halda áfram með málið.

    • 2008224 – Tennisfélag Hafnarfjarðar, ósk um þjónustusamning

      Tennisfélag Hafnarfjarðar óskar eftir þjónustusamning við Hafnarfjarðarbæ.

      Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að hefja viðræður við forsvarsmenn félagsins eftir að það hefur verið tekið formlega inn í Íþróttabandalag Hafnarfjarðar.

    • 2001110 – Sumarstörf Hafnarfjarðarbæjar 2020

      Lagt fram til kynningar yfirlit yfir fjölda starfsmanna í Vinnuskóla Hafnarfjarðar í sumar.

    Fundargerðir

    • 1809417 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB), kjörtímabil 2018-2022, samstarfssamningur

      Tvær fundargerðir Skíðasvæðis höfuðborgarsvæðisins lagðar fram og rekstraryfirlit svæðanna fyrir árið 2019.

Ábendingagátt