Íþrótta- og tómstundanefnd

16. september 2020 kl. 15:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 319

Mætt til fundar

 • Brynjar Þór Gestsson formaður
 • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
 • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH, Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi foreldrafélags Hafnarfjarðar og Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Ritari

 • Geir Bjarnason

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH, Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi foreldrafélags Hafnarfjarðar og Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

   Fundargerð ungmennaráðs lögð fram.

  • 2008224 – Tennisfélag Hafnarfjarðar, ósk um þjónustusamning

   Tennisfélag Hafnarfjarðar var samþykkt inní Íþróttabandalag Hafnarfjarðar 2.september 2020.

   Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að halda áfram viðræðum við Tennisfélag Hafnarfjarðar og vísa til vinnu við fjárhagsáætlanagerð.

  • 1908442 – Frisbígolf, Viðistaðatúni

   Umhverfis- og framkvæmdaráð óskar eftir umsögn íþrótta- og tómstundanefndar vegna tillögu að stækkun frísbígolfvallarins á Víðistaðatúni.

   Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar fyrirhugaðri stækkun frisbígolfvallar, sem er til þess fallin að styðja betur við útivist og hreyfingu almennings. Nefndin leggur til að skoðað verði hvort Frisbígolfvelli sé betur komið á öðrum stað í bænum þar sem minna er um árekstra við gangandi vegfarendur en að til vara verði brautarskipulag endurskoðað með það að markmiði að fækka brautum sem fara yfir göngustíga.

  • 2009337 – Frístundabílinn, skólaárið 2020-2021

   Kynning á frístundaakstri veturinn 2020-2021

   Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar kynningu á þessu frábæra verkefni sem nú er á sínu fjórða starfsári og er til þess gert að stytta vinnudag barna og auka aðgengi barna að íþrótta- og tómstundastarfi.

  Fundargerðir

  Kynningar

  • 2009377 – Trans börn og íþróttir

   Bæklingur um trans börn frá ÍSÍ lagður fram.

   Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar þessu átaki ÍSÍ og biðlar til íþróttafélaga í Hafnarfirði að kynna bæklinginn öllum þjálfurum í barnastarfi. Einnig leggur nefndin til við fræðsluráð að hafa bæklinginn til hliðsjónar við gerð nýrrar menntastefnu.

Ábendingagátt