Íþrótta- og tómstundanefnd

6. janúar 2021 kl. 15:00

á fjarfundi

Fundur 325

Mætt til fundar

 • Brynjar Þór Gestsson formaður
 • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
 • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH, Hrafnkell Marínósson formaður ÍBH, Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi foreldraráðs og Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Ritari

 • Geir Bjarnason

Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri ÍBH, Hrafnkell Marínósson formaður ÍBH, Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi foreldraráðs og Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 2008789 – Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2020

   Farið yfir hvernig vel heppnuð rafræn íþrótta- og viðurkenningarhátíð fór fram þann 29. desember sl.

   Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar frumlegri og flottri íþróttahátíð sem haldin var með óvenjulegum hætti vegna aðstaðna í þjóðfélaginu. Nefndin óskar íþróttamanni Antoni Sveini McKee, íþróttakonu Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur og íþróttaliði Hafnarfjarðar meistaflokk FH í frjálsum til hamingju.

  • 1701175 – Selhraun suður, breyting á deiliskipulagi

   Skipulagsfulltrúi óskar er eftir umsögn íþrótta- og tómstundanefndar vegna Selhrauns suður, sjá fylgiskjöl.

   Íþrótta- og tómstundanefnd leggur á það áherslu að öruggt aðgengi gangandi og hjólandi vegfaranda verði tryggð af nýja íbúðasvæðinu inni í aðalíbúðahverfið þar sem skóli, íþróttamannvirki og aðgengi að Ástjörn, Ásfjalli og svæðinu kringum Hvaleyrarvatn er gott.

  • 1911720 – Gæðaviðmið, gátlisti

   Spurningalisti tilbúinn sem sendur verður til íþróttafélaganna í byrjun 2021.

   Íþrótta- og tómstundanefnd fagnar því að komið sé að úttekt á gæðaviðmiðum í þjónustusamningi milli Hafnarfjarðarbæjar og íþróttafélaga bæjarins. Gæðaviðmiðin eru til þess fallin að auka gæði og öryggi íþróttaiðkunar í Hafnarfirði og auka jafnrétti og gegnsæi.

Ábendingagátt