Íþrótta- og tómstundanefnd

27. apríl 2021 kl. 15:00

á fjarfundi

Fundur 332

Mætt til fundar

 • Brynjar Þór Gestsson formaður
 • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
 • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
 • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar og Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Ritari

 • Geir Bjarnason

Kristín Ólöf Grétarsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar og Kristrún Bára Bragadóttir fulltrúi ungmennaráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

 1. Almenn erindi

  • 2104470 – Frístundaheimili, foreldrakönnun 2021

   Stella Björg Kristinsdóttir fagstjóri frístundastarfs kynnti niðurstöður foreldrakönnunar sem send var á alla foreldra barna í 1.-4. bekk í Hafnarfirði.

   Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar góða kynningu. Niðurstöðurnar sýna að það frábæra starf sem unnið er í frístundaheimilum verður enn betra með árunum og ánægja foreldra eykst í öllum málaflokkum.

  • 2104050 – Gæðaviðmið þjónustusamninga, úttekt 2021

   Niðurstöður spurningakönnunar lagðar fram.

   Svör hafa borist frá öllum félögum og eru niðurstöðurnar ágætar. Íþrótta- og tómstundanefnd óskar eftir að svör berist frá öllum deildum félaganna og að íþrótta- og tómstundafulltrúi sendi félögum ábendingar um það sem betur má fara til að markmiðum sé náð.

  • 2101132 – Þjóðhátíðardagur 2021

   Drög að dagskrá 17.júní lögð fram.

  • 2104472 – Tímaúthlutun til skóla, sund- og íþróttakennslu skólaárið 2021-2022

   Lagt fram.

   Samþykkt.

  Fundargerðir

  • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

   Fundargerð ungmennaráðs Hafnarfjarðar lögð fram.

Ábendingagátt