Íþrótta- og tómstundanefnd

17. ágúst 2021 kl. 15:00

á fjarfundi

Fundur 336

Mætt til fundar

  • Brynjar Þór Gestsson formaður
  • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Tinna Dahl Christiansen rekstrarstjóri ÍTH sat fundinn.

Kristrún Bára Bragadóttir sat fundinn fyrir Ungmennaráð Hafnarfjarðar.

Fundurinn fór fram rafrænt

Ritari

  • Geir Bjarnason

Tinna Dahl Christiansen rekstrarstjóri ÍTH sat fundinn.

Kristrún Bára Bragadóttir sat fundinn fyrir Ungmennaráð Hafnarfjarðar.

Fundurinn fór fram rafrænt

  1. Kynningar

    • 1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Lögð fram til kynningar bókun bæjarstjórnar frá 23. júní sl. varðandi kosningu í ráð og nefndir til eins árs.
      Á fundi bæjarstjórnar þ. 23.júní sl. var eftirfarandi tekið fyrir:
      1806149 – Ráð og nefndir 2018-2022, kosningar

      Kosning í ráð og nefndir til eins árs:

      Íþrótta- og tómstundanefnd:
      Formaður Brynjar Þór Gestsson Strandgötu 27
      Varaformaður Tinna Hallbergsdóttir Blikaási 25
      Aðalfulltrúi Sigríður Ólafsdóttir Háahvammi 11
      Varafulltrúi Einar Freyr Bergsson Erluási 3
      Varafulltrúi Einar Gauti Jóhannsson Skipalóni 25
      Varafulltrúi Vilborg Harðardóttir Stuðlabergi 38

    • 2108310 – Upplýsingasíða um íþrótta- og tómstundamál

      Til fundarins mættu Stella Kristinsdóttir fagstjóri frístundastarfsins og Vetur Nói sem er tímabundin ráðinn í að vinna að upplýsingamálum hjá Hafnarfjarðarbæ.

      Unnið verður að því að safna saman upplýsingum um starfsemi íþróttafélaga og frístundaúrræða í Hafnarfirði og upplýsingar um starfið gert aðgengilegt bæjarbúum.

      Nefndin fagnar tilkomu þessa verkefnis.

    • 2107275 – Samfés, húsnæði, SamfésPlús, þekkingarmiðstöð ungs fólks

      Samtök félagsmiðstöðva, Samfés, hefur óskað eftir því við bæjarráð að nýta gamla Lækjarskóla undir starfsemi sína og aðra starfsemi fyrir börn og unglinga.

      Lagt fram til kynningar.

      Íþrótta- og tómstundanefnd telur að koma Samfés Plús verkefnisins væri ungmennum bæjarins til hagsbóta og hvetur sveitarfélagið til að finna verkefninu húsnæði í þessu húsnæði eða öðru húsnæði.

    Almenn erindi

    • 2102042 – Brettafélag Hafnarfjarðar, vetrarkort í Bláfjöllum og Skálafelli

      Stjórn Brettafélags Hafnarfjarðar óskar eftir því að erindi þess efnis að Hafnarfjarðarbær greiði vetrarkort fyrir iðkendur félagsins í snjóbrettadeild verði lagt fyrir Íþrótta og tómstundaráð Hafnarfjarðar.
      Sem stendur er Hafnarfjörður eina sveitafélagið á höfuðborgarsvæðinu sem greiðir ekki þessi kort sem eru forsenda fyrir því að komast í æfinaaðstöðuna í Bláfjöllum og Skálafelli.

      Nefndin tekur jákvætt í erindið og vísar því til vinnu við fjárhagsáætlunargerð næsta árs.

    • 2107246 – Íþróttavika Evrópu

      Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) hefur líkt og síðastliðin ár hlotið styrk frá Evrópusambandinu í gegnum Erasmus styrkjakerfið vegna Íþróttaviku Evrópu.
      Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) er haldin 23. – 30. september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Evrópubúar sameinast í vikunni undir slagorðinu #BeActive.

      Markmið Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna þannig við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Íþróttavikan er ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og hvetja almenning til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

      Nefndin samþykkir að taka þátt í verkefninu, kynna skal verkefnið á miðlum bæjarins og ýta skal á stofnanir bæjarins um þátttöku. Nefndin hvetur stýrihóp um heilsubæjarverkefnið til að taka einnig þátt.

    • 2006310 – Íþrótta- og tómstundastyrkir, lágtekjuheimili, jöfn tækifæri barna til íþrótta og tómstundastarfs

      Félagsmálaráðuneytið mun áfram á haustönn 2021 leggja tekjulágum foreldrum til íþrótta- og tómstundastyrk vegna þátttöku barna í tómstundum. Unnið er að því að kerfið verði rafrænt og það verði hliðstætt frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar á rafrænu formi.

    Umsóknir

    • 2106642 – Samstarfsamningur og uppbygging aðstöðu

      Lagt fram erindi frá nýstofnuðu íþróttafélagi um samstarf og uppbyggingu íþróttamannvirkja.

      Nefndin vísar erindinu til þings ÍBH þar sem unnið er að forgangsröðun íþróttamannvirkja.

    • 2108363 – Styrkur vegna Íslandsmeistatitils

      Lagt fram erindi frá Íþróttafélagi Hafnarfjarðar.

      Styrkur Hafnarfjarðarbæjar er eingöngu til þess félags í efstu deild á meistaraflokkksstigi sem verður Ísland,- deildar-, eða bikarmeistarar.

    Fundargerðir

    • 1809417 – Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins (SHB), kjörtímabil 2018-2022, samstarfssamningur

      Lögð fram fundargerð 393 fundar stjórnar Bljáfjallasvæðisins auk rekstraryfirlits 2020.

Ábendingagátt