Íþrótta- og tómstundanefnd

31. ágúst 2021 kl. 15:00

á fjarfundi

Fundur 337

Mætt til fundar

  • Brynjar Þór Gestsson formaður
  • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Íþrótta- og tómstundafulltrúi verður í námsleyfi fram á næsta ár. Margrét Gauja Magnúsdóttir leysir hann af varðandi vinnu með íþrótta- og tómstundanefnd.

Tinna Dahl Christiansen ritaði fundargerð.

Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar Kristrún Bára Bragadóttir sat fundinn.

  1. Kynningar

    • 1809223 – Heimsókn til íþrótta- og tómstundafélaga

      Sveinn frá bogfimifélaginu Hróa Hetti kemur á fundinn og kynnir starfið.

      ÍTH þakkar kærlega fyrir kynninguna og óskar bogfimifélaginu Hróa Hetti velfarnaðar í sínum störfum í vetur.

    Fundargerðir

    • 1510061 – Ásvellir, uppbygging

      Lögð fram til kynningar síðasta fundargerð bygginganefndar knatthúss að Ásvöllum.

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð 24.08.21

      Fundargerð ungmennaráðs Hafnarfjarðar lögð fram.

    Almenn erindi

    • 1705068 – Gjafir og viðurkenningar, verklagsreglur

      Verklagsreglur um gjafir og styrki til íþróttafélaga lagðar fram til samþykktar.

      Samþykkt.

    • 2104050 – Gæðaviðmið þjónustusamninga, úttekt 2021

      Í ljósi þess sem er í gangi í samfélaginu í dag varðandi jafnrétti og kynferðisbrot innan íþróttahreyfingarinnar var ÍTH nefndin búin að útbúa gæðaviðmið með þjónustusamningi við íþróttafélög og ákveða úttekt á þeim viðmiðum.

      Í ljósi atburða síðustu vikna þegar kemur að kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar, óskar Íþrótta- og tómstundanefnd eftir að vera upplýst á næsta fundi nefndarinnar um stöðu úttektar sem hófst snemma á þessu ári á gæðaviðmiðum sem eru tengd þjónustusamningum Hafnarfjarðarbæjar við ÍBH.

      Einnig fer Íþrótta- og tómstundanefnd fram á að óháður aðili verði fenginn til að gera úttekt á verkferlum, sem íþrótta- og tómstundarfélög sem eru með þjónustusamning við Hafnarfjarðarbæ, starfa eftir þegar kemur að ofbeldisbrotum og viðbrögðum þeirra við þeim.

    Umsóknir

    • 2108363 – Styrkur vegna Íslandsmeistatitils

      Samkvæmt samþykktum um styrki og afmælisgjafa til íþrótta- og tómstundafélaga – verklag og verkferlar, kemur skýrt fram að íþróttafélög í hópíþróttum sem eru í ÍBH og verða Íslands-, deildar- eða bikarmeistarar í efsta flokki fá 300.000 króna upphæð sem afhendist á Viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðarbæjar. ÍTH túlkar sem svo að efsti flokkur samsvarar efstu deild í knattspyrnu sbr. Pepsi Max deildin, og hefur því skýrt reglurnar frekar með því sjónarmiði. Því er erindinu hafnað.

Ábendingagátt