Íþrótta- og tómstundanefnd

14. september 2021 kl. 14:00

á fjarfundi

Fundur 338

Mætt til fundar

  • Brynjar Þór Gestsson formaður
  • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður
  • Elísabet Ólafsdóttir áheyrnarfulltrúi

Til stóð að Margrét Gauja Magnúsdóttir myndi leysa íþrótta- og tómstundafulltrúa af í námsleyfi hans en Tinna Dahl Christiansen mun koma í hennar stað.

Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar Kristrún Bára Bragadóttir sat fundinn.

Ritari

  • Tinna Dahl Christiansen rekstrarstjóri

Til stóð að Margrét Gauja Magnúsdóttir myndi leysa íþrótta- og tómstundafulltrúa af í námsleyfi hans en Tinna Dahl Christiansen mun koma í hennar stað.

Fulltrúi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar Kristrún Bára Bragadóttir sat fundinn.

  1. Kynningar

    • 1809223 – Heimsókn til íþrótta- og tómstundafélaga

      Heiðdís Helgadóttir frá Listasmáskólanum kemur á fundinn og kynnir starfið.

      Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Heiðdísi kærlega fyrir kynninguna og óskar Listasmáskólanum velfarnaðar í störfum sínum í vetur.

    • 1809223 – Heimsókn til íþrótta- og tómstundafélaga

      Bergþór Pálsson formaður Amerísks fótbolta á Íslandi kemur á fundinn og kynnir starfið.

      Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar Bergþóri kærlega fyrir kynninguna og óskar þeim velfarnaðar í störfum sínum í vetur.

    Almenn erindi

    • 1801364 – #metoo, íþrótta- og tómstundastarf

      Lögð fram bókun bæjarstjórnar frá 1. september sl. um #metoo í íþróttastarfi.

      Íþrótta- og tómstundanefnd tók bókun bæjarstjórnar frá 2018 áfram og útbjó gæðaviðmið með þjónustusamningum við íþróttafélög. Gæðaviðmiðunum var ætlað að tryggja meðal annars jafnréttisstarf, forvarnir og æskileg viðbrögð við ofbeldismálum bæði kynferðislegum og annars konar. Búið er að stofna óháð fagráð, engin mál hafa borist því. Unnið er að úttekt á gæðaviðmiðum með íþróttahreyfingunni. Á síðasta fundi íþrótta- og tómstundanefndar var farið skrefinu lengra og ákveðið að framkvæma faglega úttekt á innihaldi reglna íþróttafélaganna.

    • 2104050 – Gæðaviðmið þjónustusamninga, úttekt 2021

      Staða verkefnisins kynnt.

      Enn hafa örfá félög ekki skilað fullnaðar gögnum, veittur verður lokafrestur til mánaðarmóta til að skila þeim gögnum. Að þeim tíma liðnum verða sendar áminningar til þeirra sem ekki uppfylla 90% af gæðaviðmiðum. Íþrótta- og tómstundanefnd brýnir að tilgangur gæðaviðmiðanna er að tryggja gæði íþróttaiðkunnar í Hafnarfirði og velferð hafnfirskra barna og því ber að taka þessu alvarlega.

    • 2109384 – Íþrótta- og viðurkenningarhátíð 2021

      Mögulegt fyrirkomulag rætt og fundin dagsetning fyrir hátíðina.

      Ákveðið að hafa hátíðina á milli jóla og nýárs í íþróttahúsinu á Strandgötu og ÍBH falið að finna dagsetningu sem stangast ekki á við athöfn íþróttamanns ársins hjá samtökum íþróttafréttamanna og ÍSÍ.

    Umsóknir

    • 2109363 – Umsókn um aðgang að frístundastyrk

      Lagt fram erindi Fríkirkjunnar um aðgang að frístundastyrk Hafnarfjarðarbæjar.

      Íþrótta- og tómstundanefnd hefur ekki áður veitt aðgang að frístundastyrk til trúfélaga. Íþrótta- og tómstundanefnd ákveður að hafna erindinu og skerpa á reglum um frístundastyrk svo þar komi fram að hann sé ekki ætlaður til trúfélaga.

    Fundargerðir

    • 2008513 – ÍBH, fundargerðir 2020-2021

      Nýjasta fundargerð Íþróttabandalags Hafnarfjarðar lögð fram.

      Íþrótta- og tómstundanefnd tekur undir ályktun ÍBH þar sem þolendum ofbeldis í íþróttahreyfingunni eru hvattir til þess að leita sér aðstoðar og ráðgjafar hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála inni á samskiptaradgjafi.is.

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Nýjasta fundargerð ungmennaráðs Hafnarfjarðar lögð fram.

Ábendingagátt