Íþrótta- og tómstundanefnd

3. desember 2021 kl. 12:45

á fjarfundi

Fundur 343

Mætt til fundar

  • Brynjar Þór Gestsson formaður
  • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
  • Sigríður Ólafsdóttir aðalmaður

Arnfríður Arnardóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar sat fundinn.

Gestur fundarins Margrét Gauja Magnúsdóttir deildarstjóri ungmennahúsa.

Ritari

  • Tinna Dahl Christiansen

Arnfríður Arnardóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar sat fundinn.

Gestur fundarins Margrét Gauja Magnúsdóttir deildarstjóri ungmennahúsa.

  1. Almenn erindi

    • 2105289 – Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2022 og 2023-2025

      Úr fundargerð fræðsluráðs:

      “Tillaga 7 – Starfsemi ungmennahúsa verði efld

      Fulltrúar Samfylkingarinnar endurflytja tillögu um að starfsmenni ungmennahúsa í Hafnarfirði verði efld.

      Greinargerð:
      Við umræðu um fjárhagsáætlun fyrir árið 2021 lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar fram tillögu um að starfsemi ungmennahúsa í Hafnarfirði yrði efld með fjölgun stöðugilda. Sú tillaga var felld af fulltrúum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar og óháðra. Fulltrúar Samfylkingarinnar telja fulla ástæðu til að endurflytja þessa tillögu nú, enda hefur á síðustu misserum komið í ljós hversu mikilvægt er að huga að andlegri líðan ungs fólks, ekki síst í miðri glímunni við heimsfaraldur Kórónuveirunnar. Ungmennahúsin bjóða upp á tómstundir við hæfi ungs fólks ásamt því að bjóða upp á aðstöðu til afþreyingar og samveru með jafnöldrum í öruggu umhverfi þar sem áhersla er lögð á fjölbreytileika og að allir upplifi sig velkomna.
      Í þessu ljósi er mikilvægt að fjölga stöðugildum og auka rekstrarfé til ungmennahúsanna Hamarsins og Músík og Mótor svo efla megi starf þeirra enn frekar.

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar og óháðra og Viðreisnar samþykkir ekki aukið stöðugildi né aukið rekstrarfé til Ungmennahúss að svo stöddu og óskar eftir því að teknar veri saman upplýsingar um námskeið og þjónustu á vegum Ungmennahúss ásamt því að taka saman upplýsingar um fjölda ungmenna sem sækja húsið hverju sinni. Lagt er til að í framhaldi verði skoðað hvernig heppilegast er að efla þjónustu við ungmenni og að slíkt samtal verði milli Ungmennahúss og mennta- og lýðheilsusviðs þar sem einnig eru tekin tillit til atriða er tengjast forvörnum. Þá er lagt til að starfsemi Músik og Mótor verði tekin inn í samantektina og stefnumörkunina þar sem starfsemin er samofin og ætti að fléttast inn í heildarstarfsemi ungmennahúss.”

      Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í íþrótta- og tómstundanefnd taka undir bókun fræðsluráðs þar sem lagt er til að skoðað verði hvernig heppilegast er að efla þjónustu við ungmenni þar sem einnig er tekið tillit til atriða sem tengjast forvörnum.

      Mikilvægt er að starfsemi ungmennahúsanna sé tekin til greina í menntastefnu og að stefna ungmennahúsanna sé mörkuð til framtíðar með hagsmuni ungmenna að leiðarljósi.

      Fulltrúi Samfylkingarinnar ítrekar tillögu Samfylkingarinnar sem liggur fyrir í þessu máli og greinagerðina sem henni fylgir.

      Málinu vísað til bæjarstjórnar.

Ábendingagátt