Íþrótta- og tómstundanefnd

19. apríl 2022 kl. 14:00

Sjá fundargerðarbók

Fundur 350

Mætt til fundar

  • Tinna Hallbergsdóttir varaformaður
  • Steinn Jóhannsson aðalmaður

Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi og Bjarney Jóhannsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

Ritari

  • Tinna Dahl Christiansen

Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi og Bjarney Jóhannsdóttir fulltrúi foreldraráðs Hafnarfjarðar sátu fundinn.

  1. Kynningar

    • 1809223 – Heimsókn til íþrótta- og tómstundafélaga

      Sigríður Kr. Hafþórsdóttir framkvæmdastjóri Sörla tekur á móti nefndinni og sýnir aðstöðu félagsins og fer yfir starfsemina.

      Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar fyrir góða móttöku og óskar Sörla til hamingju með þetta glæsilega félagshesthús sem hefur þegar skilað sér í betri þjónustu við ungmenni og aukna nýliðun í starfinu.

    Almenn erindi

    • 2204223 – Gæðaviðmið þjónustusamninga, úttekt 2022

      Farið yfir gæðaviðmið fyrir árið 2022. Íþrótta- og tómstundanefnd felur mennta- og lýðheilsusviði að framkvæma úttekt á fylgni íþróttafélaganna við gæðaviðmið þjónustusamnings fyrir árið 2022. Breytt hámarkshlutfall hvers kyns í stjórn sem var ákveðið að yrði 60% fyrir árið 2021 verður virkjað nú fyrir árið 2022 í samræmi við fyrri ákvarðanir nefndarinnar.

Ábendingagátt