Íþrótta- og tómstundanefnd

30. ágúst 2022 kl. 14:00

í Lóninu Linnetsstíg 3

Fundur 354

Mætt til fundar

  • Kristjana Ósk Jónsdóttir formaður
  • Einar Gauti Jóhannsson aðalmaður
  • Sigurður Pétur Sigmundsson aðalmaður

Stella B. Kristinsdóttir og Elísabet Ólafsdóttir sátu fundinn ásamt fulltrúa Foreldraráðs Hafnarfjarðar, Arnfríði Kristínu Arnardóttur.

Ritari

  • Geir Bjarnason

Stella B. Kristinsdóttir og Elísabet Ólafsdóttir sátu fundinn ásamt fulltrúa Foreldraráðs Hafnarfjarðar, Arnfríði Kristínu Arnardóttur.

  1. Kynningar

    • 2208243 – ÍTH kynning, helstu verkefni

      Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti helstu verkefni sem unnin eru á skrifstofu íþrótta- og tómstundanefndar.

      Stella Kristinsdóttir fagstjóri frístundastarfs Hafnarfjarðarbæjar og forvarnafulltrúi kynnti starf sitt og helstu verkefni.

    • 2208308 – ÍBH kynning, helstu verkefni

      Elísabet Ólafsdóttir framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Hafnarfjarðar kynnti helstu verkefni Íþróttabandalagsins.

      Nefndin þakkar góða kynningu.

    • 2208244 – Ánægjuvog íþróttahreyfingarinnar

      Framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Hafnarfjarðar kynnti skýrslu sem Rannsóknir og greining gerðu fyrir íþróttafélögin í Hafnarfirði þar sem fjallað er um ánægju notenda og gæði starfsins.

    Almenn erindi

    • 2206143 – Endurnýjun tímatökubúnaðar

      Lagt fram erindi Sundfélags Hafnarfjarðar vegna tímatökubúnaðar í Ásvallalaug.

      Nefndin tekur undir óskir SH og vísar málinu til fræðsluráðs til frekari úrvinnslu.

    • 2208118 – Íslenskar æskulýðsrannsóknir 2022

      Lögð fram til kynningar ný rannsókn á högum skólabarna sem Menntamálastofnun stóð fyrir á árinu.

      Könnunin verður sett á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar.

    Fundargerðir

    • 2201495 – ÍBH, fundargerðir 2022-2023

      Nýjasta fundargerð ÍBH lögð fram.

    • 1509776 – Ungmennaráð, fundargerð

      Nýjasta fundargerð ungmennaráðs Hafnarfjarðar lögð fram.

      Frestað.

Ábendingagátt